Innlent

Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Enginn liggur nú inni á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19
Enginn liggur nú inni á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 Vísir/Vilhelm

Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans þar sem farið er yfir stöðuna á spítalanum vegna Covid-19. Þar segir að af þessum tíu sem liggja inni séu þrír óbólusettir, enginn hálfbólusettur.

Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 66 ár. 805 sjúklingar, þar af 220 börn, eru undir eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans. Einn er metinn rauður en sextán gulir sem þýðir að þeir þurfa á nánari eftirliti en aðrir.

Alls hafa 95 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Sextán hafa þurft gjörgæslustuðning.

Síðasta sólarhringinn greindust 67 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 38 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 29 var utan sóttkvíar.


Tengdar fréttir

Delta tvöfaldaði líkur á sjúkrahúsinnlögnum

Fólk sem smitaðist af delta-afbrigði kórónuveirunnar var tvöfalt líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem fengu alfa-afbrigðið sem var algengast við upphafi faraldursins í Bretlandi. 

Fjölgaði um einn á gjörgæslu

Tólf sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild þar sem fjölgað hefur um einn frá því í gær. Einn þeirra er í öndunarvél.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.