Innlent

Fjölgaði um einn á gjörgæslu

Eiður Þór Árnason skrifar
Landspítali er áfram á hættustigi, sem er annað af þremur viðbragðsstigum spítalans. 
Landspítali er áfram á hættustigi, sem er annað af þremur viðbragðsstigum spítalans.  vísir/vilhelm

Tólf sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild þar sem fjölgað hefur um einn frá því í gær. Einn þeirra er í öndunarvél.

Meðalaldur innlagðra er 57 ár en fimm af níu sjúklingum á bráðalegudeildum eru óbólusettir. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Landspítala sem birtar voru síðdegis í dag.

Alls hafa 92 sjúklingar lagst inn á Landspítala með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins og var um þriðjungur þeirra óbólusettur. Sextán hafa þurft gjörgæslustuðning. 

Klukkan 15 í dag voru 888 sjúklingar, þar af 179 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans. Tveir sjúklingar eru metnir rauðir og gætu þurft innlögn en 29 gulir sem þurfa nánara eftirlit.

Minnst 84 greindust með sjúkdóminn innanlands í gær en af þeim voru 34 utan sóttkvíar við greiningu. 28 voru óbólusettir.

Tveir sjúklingar hafa látist í fjórðu bylgju faraldursins. Báðir voru erlendir ferðamenn í ferðalagi á Íslandi.


Tengdar fréttir

84 greindust innanlands

Í gær greindust minnst 84 innanlands með Covid-19. Af þeim voru 50 í sóttkví við greiningu, en 34 utan sóttkvíar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.