Innlent

Tommi á Búllunni og Kol­brún leiða lista Flokks fólksins í Reykja­vík norður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá vinstri til hægri: Rúnar Sigurjónsson, 3. sæti, Kolbrún Baldursdóttir, 2. sæti, Tómas A.Tómasson, 1. sæti, og Rut Ríkey Tryggvadóttir, 4. sæti.
Frá vinstri til hægri: Rúnar Sigurjónsson, 3. sæti, Kolbrún Baldursdóttir, 2. sæti, Tómas A.Tómasson, 1. sæti, og Rut Ríkey Tryggvadóttir, 4. sæti. Flokkur fólksins

Flokkur fólksins hefur kynnt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Tómas A. Tómasson, eða Tommi kenndur við Búlluna, leiðir lista flokksins í kjördæminu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og sálfræðingur, skipar annað sæti á listanum.

Í þriðja sæti er Rúnar Sigurjónsson, vélvirki og Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskerameistari skipar það fjórða. Margrét Gnarr, einkaþjálfari og dóttir Jóns Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, er í tíunda sæti á listanum.

Listann má sjá í heild sinni hér að neðan.

  1. Tómas A. Tómasson, veitingamaður
  2. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi
  3. Rúnar Sigurjónsson, vélsmiður
  4. Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskerameistari
  5. Harpa Karlsdóttir, heilbrigðisgagnafræðingur
  6. Ingimar Elíasson, leikstjóri
  7. Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir, rekstrar- og framkvæmdastjóri
  8. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari
  9. Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
  10. Margrét Gnarr, einkaþjálfari
  11. Ólafur Kristófersson, fyrrverandi bankastarfsmaður
  12. Magnús Sigurjónsson, vélfræðingur
  13. Ingi Björgvin Karlsson , prentari
  14. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir, nemi
  15. Gefn Baldursdóttir, læknaritari
  16. Sunneva María Svövudóttir, afgreiðslustarfsmaður
  17. Sigrún Hermannsdóttir, fyrrverandi póststarfsmaður
  18. Sigríður Sæland Óladóttir, geðhjúkrunarfræðingur
  19. Ingvar Gíslason, starfsmaður á sambýli fatlaðra
  20. Freyja Dís Númadóttir, tölvufræðingur
  21. Kristján Salvarsson, fyrrverandi leigubílstjóri
  22. Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri

Tengdar fréttir

Hafa birt lista Flokks fólksins í Kraganum

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninganna sem fram fara eftir tæpan mánuð. Guðmundur Ingi Kristinsson er þingmaður og varaformaður Flokks fólksins og skipar efsta sæti listans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×