Sex fulltrúar V-lista í Norðurþingi óskuðu lausnar undan störfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2021 10:26 Stjórnsýsla Norðurþings er staðsett á Húsavík. Vísir/Vilhelm Sex fulltrúar á V-lista Vinstri grænna og óháðra óskuðu lausnar frá störfum á fundi sveitarstjórnar Norðurþings hinn 24. ágúst síðastliðinn. Aldey Traustadóttir er nýr forseti sveitarstjórnar en hún var 9. manneskja á lista framboðsins þegar gengið var til kosninga 2018. Dagskrá fundarins hófst á því að tekin var fyrir beiðni Óla Halldórssonar, efsta manns V-lista, sem óskaði eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum. Þar á eftir var síðan gengið á röðina og teknar fyrir fimm aðrar beiðnir um lausn, þar til komið var að Aldey. Tveir á listanum voru þegar fluttir úr sveitarfélaginu. Vegna rafmagnsleysis er ekki til upptaka af fundinum. Meðal þeirra sem baðst frá störfum var Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar. Þegar Vísir náði tali af henni sagðist hún vera nýtekin við störfum sem skólastjóri, sem gerði hana mögulega vanhæfa til að sitja áfram. Hvað aðra varðaði sagði hún ekki um að ræða pólitískan ágreining eða eitthvað vafasamt; allir hefðu haft sínar persónulegu ástæður og þá ætti listinn aðeins einn fulltrúa í bæjarstjórn og starfið því töluvert umfangsmikið. „Fólk er bara í mismunandi persónulegum aðstæðum og getur ekki tekið þetta verkefnið að sér og sinnt því eins og það vill,“ sagði Kolbrún. „Þetta er mikið fyrir einn að taka að sér en fólk situr áfram í nefndum og það breytist ekki.“ Samhliða því að taka við embætti forseta bæjarstjórnar verður Aldey fulltrúi V-lista í fimm ráðum og nefndum en varamaður hennar verður Guðrún Sædís Harðardóttir, sem skipaði 10. sæti á V-lista í kosningunum. Norðurþing Vinstri græn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Dagskrá fundarins hófst á því að tekin var fyrir beiðni Óla Halldórssonar, efsta manns V-lista, sem óskaði eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum. Þar á eftir var síðan gengið á röðina og teknar fyrir fimm aðrar beiðnir um lausn, þar til komið var að Aldey. Tveir á listanum voru þegar fluttir úr sveitarfélaginu. Vegna rafmagnsleysis er ekki til upptaka af fundinum. Meðal þeirra sem baðst frá störfum var Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar. Þegar Vísir náði tali af henni sagðist hún vera nýtekin við störfum sem skólastjóri, sem gerði hana mögulega vanhæfa til að sitja áfram. Hvað aðra varðaði sagði hún ekki um að ræða pólitískan ágreining eða eitthvað vafasamt; allir hefðu haft sínar persónulegu ástæður og þá ætti listinn aðeins einn fulltrúa í bæjarstjórn og starfið því töluvert umfangsmikið. „Fólk er bara í mismunandi persónulegum aðstæðum og getur ekki tekið þetta verkefnið að sér og sinnt því eins og það vill,“ sagði Kolbrún. „Þetta er mikið fyrir einn að taka að sér en fólk situr áfram í nefndum og það breytist ekki.“ Samhliða því að taka við embætti forseta bæjarstjórnar verður Aldey fulltrúi V-lista í fimm ráðum og nefndum en varamaður hennar verður Guðrún Sædís Harðardóttir, sem skipaði 10. sæti á V-lista í kosningunum.
Norðurþing Vinstri græn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira