Lífið

Fimm hundruð fer­metra hús fæst á 295 milljónir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Húsið er ansi stórt.
Húsið er ansi stórt.

Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi verslunarinnar Cosmo, hefur sett 516 fermetra einbýlishús sitt við Haukanes 13 á Arnarnesi í Garðabæ á sölu. Sex svefnherbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi.

Fasteignamat hússins stendur í rúmum 138 milljónum en ásett verð samkvæmt fasteignavef Vísis er 295 milljónir króna.

Í húsinu er meðal annars að finna sérstakt fataherbergi, arinstofu. sjónvarpsstofu, bogadreginn stiga á milli hæða og um 100 fermetra bílskúr.

„Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum og eftirsóttum stað og frá eigninni nýtur mjög fallegs útsýnis út á sjóinn, að Snæfellsjökli, Esjunni og víðar,“ segir þá í lýsingu fasteignarinnar á fasteignavefnum.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af eigninni, fengnar hjá fasteignavef Vísis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.