„Algjör kúvending“ Vinstri grænna kom á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:36 Katrín Oddsdóttir er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Algjör kúvending hefur orðið á stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálum, að mati formanns Stjórnarskrárfélagsins. Flokkurinn hafi nú viðurkennt að hann standi ekki með nýrri stjórnarskrá heldur styðji „bútasaumsaðferð“ sem hafi ekki - og muni ekki - virka. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins birti pistil á Facebook í gær þar sem hún bar saman stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálinu fyrir Alþingiskosningarnar 2017 og stefnuna fyrir kosningarnar nú. Hún segir nýju stefnuna hafa komið sér á óvart. „Í raun hefur bara orðið algjör U-beygja eða kúvending á stefnu VG í stjórnarskrármálinu, við sjáum að árið 2017 var yfirlýsingin í þeirra stefnuskjali þessi: „Ný stjórnarskrá, ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs.“ Mjög skýrt að flokkurinn stóð með tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en núna er kominn allt annar tónn í þeirra stefnu, sem kom okkur sem berjumst fyrir nýju stjórnarskránni talsvert á óvart,“ segir Katrín. Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs. #stjórnarskrá— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 8, 2017 Katrín vísar í ályktun landsfundar VG sem birt var eftir fundinn á laugardag. Þar segir að halda þurfi áfram „endurskoðun stjórnarskrárinnar", ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis - og ráðast þurfi í breytingar á öðrum köflum. „Þarna er loksins búið að viðurkenna það að flokkurinn stendur ekki með nýju stjórnarskránni né niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Katrín. „Það er að mínu viti ágætt að þau komi bara hreint fram og segi það vegna þess að það hefur verið holur hljómur í þessu hjá flokknum undanfarið, enda hafa þau ekki barist fyrir málinu á Alþingi.“ En hver er þá staðan á málinu hjá flokkunum fyrir komandi kosningar? „Þeir flokkar sem hafa komið fram undanfarið, og skýrt tekið fram að þau munu berjast fyrir því að nýja stjórnarskráin taki gildi, eru Píratar, Samfylking og Sósíalistar. Ég veit að það er mikill vilji innan Viðreisnar um að fá þetta þar á stefnuskrána,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 „Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins birti pistil á Facebook í gær þar sem hún bar saman stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálinu fyrir Alþingiskosningarnar 2017 og stefnuna fyrir kosningarnar nú. Hún segir nýju stefnuna hafa komið sér á óvart. „Í raun hefur bara orðið algjör U-beygja eða kúvending á stefnu VG í stjórnarskrármálinu, við sjáum að árið 2017 var yfirlýsingin í þeirra stefnuskjali þessi: „Ný stjórnarskrá, ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs.“ Mjög skýrt að flokkurinn stóð með tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en núna er kominn allt annar tónn í þeirra stefnu, sem kom okkur sem berjumst fyrir nýju stjórnarskránni talsvert á óvart,“ segir Katrín. Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs. #stjórnarskrá— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 8, 2017 Katrín vísar í ályktun landsfundar VG sem birt var eftir fundinn á laugardag. Þar segir að halda þurfi áfram „endurskoðun stjórnarskrárinnar", ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis - og ráðast þurfi í breytingar á öðrum köflum. „Þarna er loksins búið að viðurkenna það að flokkurinn stendur ekki með nýju stjórnarskránni né niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Katrín. „Það er að mínu viti ágætt að þau komi bara hreint fram og segi það vegna þess að það hefur verið holur hljómur í þessu hjá flokknum undanfarið, enda hafa þau ekki barist fyrir málinu á Alþingi.“ En hver er þá staðan á málinu hjá flokkunum fyrir komandi kosningar? „Þeir flokkar sem hafa komið fram undanfarið, og skýrt tekið fram að þau munu berjast fyrir því að nýja stjórnarskráin taki gildi, eru Píratar, Samfylking og Sósíalistar. Ég veit að það er mikill vilji innan Viðreisnar um að fá þetta þar á stefnuskrána,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 „Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28
Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36
„Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20