Ekkert sem bendir til að verklagi lögreglu hafi ekki verið fylgt Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2021 07:52 Frá vettvangi við Dalsel um hádegisbil á föstudaginn. GUÐMUNDUR HJALTI STEFÁNSSON Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögreglumaður skaut mann í kviðinn aðfaranótt föstudagsins eftir að tilkynning hafði borist um vopnaðan mann í íbúðarhúsi. Skothvellir höfðu þá heyrst og hafi þá ekki verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er hann nú kominn af gjörgæslu. Hafa fengið sálrænan stuðning Í tilkynningunni sem barst í morgun segir að lögregla á Austurlandi þakki öllum þeim sem hafi komið að aðgerð hennar og eftirmálum, meðal annars hvað varðar áfallahjálp og sálrænan stuðning. „Lögreglan telur brýnt að allir sem telja sig hafa þörf fyrir slíka aðstoð þiggi hana hjá fagaðilum, svo sem hjá félagsþjónustunni á Egilsstöðum eða Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þessir aðilar eru til þjónustu reiðubúnir og veita nánari leiðbeiningar. Þá er lögregla þakklát fyrir góðan bata þess er varð fyrir áverka í aðgerð hennar og biður þar fyrir góðar kveðjur. Lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafa fengið sálræna aðstoð en atvik sem þessi hafa áhrif á alla er að koma. Málavextir hafa verið rýndir innanhúss og er ekkert á þessu stigi sem bendir til að verklagi í málum sem þessum hafi ekki verið fylgt. Áréttað er að málið er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara,“ segir í tilkynningunni. Hugðist eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús í götunni en samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi. Lögreglan Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Tengdar fréttir Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögreglumaður skaut mann í kviðinn aðfaranótt föstudagsins eftir að tilkynning hafði borist um vopnaðan mann í íbúðarhúsi. Skothvellir höfðu þá heyrst og hafi þá ekki verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er hann nú kominn af gjörgæslu. Hafa fengið sálrænan stuðning Í tilkynningunni sem barst í morgun segir að lögregla á Austurlandi þakki öllum þeim sem hafi komið að aðgerð hennar og eftirmálum, meðal annars hvað varðar áfallahjálp og sálrænan stuðning. „Lögreglan telur brýnt að allir sem telja sig hafa þörf fyrir slíka aðstoð þiggi hana hjá fagaðilum, svo sem hjá félagsþjónustunni á Egilsstöðum eða Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þessir aðilar eru til þjónustu reiðubúnir og veita nánari leiðbeiningar. Þá er lögregla þakklát fyrir góðan bata þess er varð fyrir áverka í aðgerð hennar og biður þar fyrir góðar kveðjur. Lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafa fengið sálræna aðstoð en atvik sem þessi hafa áhrif á alla er að koma. Málavextir hafa verið rýndir innanhúss og er ekkert á þessu stigi sem bendir til að verklagi í málum sem þessum hafi ekki verið fylgt. Áréttað er að málið er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara,“ segir í tilkynningunni. Hugðist eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús í götunni en samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi.
Lögreglan Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Tengdar fréttir Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51