Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 10:04 Dorrit og Samson lentu í ógöngum í Mosfellssveit í gær. Mynd úr safni, þegar Samson var yngri og ögn grennri. Ljósmynd/Twitter Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær. Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið. Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira
Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið.
Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Sjá meira