Innlent

Ólafur Ragnar axlarbrotnaði aftur

Fyrir tíu árum síðan féll forsetinn einnig af hestbaki og axlarbrotnaði. Þá hjúkraði Dorrit honum á vettvangi uns hægt var að flytja hann á sjúkrahús.
Fyrir tíu árum síðan féll forsetinn einnig af hestbaki og axlarbrotnaði. Þá hjúkraði Dorrit honum á vettvangi uns hægt var að flytja hann á sjúkrahús. MYND/GVA

Ólafur Ragnar Grímsson forseti, féll af hestbaki í Húnaþingi í gærkvöldi og brotnaði á vinsti öxl. Sjúkrabíll frá Hvammstanga flutti hann á Slysadeild Landsspítalans í Reykjavík.

Hann var ásamt konu sinni í útreiðartúr með hópi hestamanna, þegar slysið varð. Óstaðfestar fregnir herma að hesturinn hafi hrasað með þessum afleiðingum. Nú eru rétt um tíu ár síðan forsetinn féll af hestbaki á Rangárvöllum og axlarbrotnaði á sömu öxl. Þá var hann fluttur á sjúkrahús með þyrlu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.