Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 19:01 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40
Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46
Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44