Enrique Iglesias söng í brúðkaupi Róberts og Kseniu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 11:20 Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova gengu í það heilaga um helgina. Myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi brúðhjónanna. Myndin er úr þeirra einkasafni. Vinstra megin má sjá Bjarna Guðjónsson, nýráðinn framkvæmdastjóra KR, sem var meðal gesta í veislunni. Christian Oth/Oth Media Group Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova giftu sig í garðinum við heimili sitt í Frakklandi á laugardag. Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Börnin þeirra hafa tekið virkan þátt í brúðkaupshelginni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. Brúðkaupsveislan fór fram á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. Um hundrað gestir, meðal annars frá Íslandi, ferðuðust til Frakklands vegna brúðkaupsins, sem stóð yfir í nokkra daga. Gestir í brúðkaupinu voru frá öllum heimshornum. Þar voru að sjálfsögðu fjölmargir Íslendingar og má nefna Önnu Maríu Gísladóttur lögmann og Bjarna Guðjónsson eiginmann hennar og framkvæmdastjóra KR. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, var mættur með Önnu Margréti Jónsdóttur, eiginkonu sinni. Þar voru einnig Benedikt Grétarsson fjölmiðlamaður og Lilja Valdimarsdóttir eiginkona hans og Lára Ómarsdóttir samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund. Hjónin fyrir utan heimili sitt í Frakklandi. Mynd úr einkasafni hjónanna.Christian Oth/Oth Media Group „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni,“ sagði Róbert í samtali við Vísi fyrir helgi. Þau trúlofuðu sig svo í Íslandsheimsókn árið 2018. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleiða þar vín eins og eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Gestum var auðvitað boðið upp á vín frá þeirri eigin framleiðslu í veisluhöldum helgarinnar. Hér má sjá glitta í fölbleika brúðkaupstertuna. Brúðhjónin klæddust bæði ljósu á brúðkaupsdaginn en fallegt brúðarsjal fylgdi einstökum brúðarkjól Kseniu. Mynd úr einkasafni. Christian Oth/Oth Media Group Tíska og hönnun Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Tengdar fréttir Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
Hjónin settu upp hringana við blómaaltari í garðinum og gengu svo út spegladregil að athöfn lokinni. Börnin þeirra hafa tekið virkan þátt í brúðkaupshelginni. Enrique Iglesias söng fyrir veislugesti og tók meðal annars lagið Hero sem er lag þeirra Róberts og Kseniu. Jökull Júlíusson í Kaleo tók einnig lagið. Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin. Brúðkaupsveislan fór fram á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. Um hundrað gestir, meðal annars frá Íslandi, ferðuðust til Frakklands vegna brúðkaupsins, sem stóð yfir í nokkra daga. Gestir í brúðkaupinu voru frá öllum heimshornum. Þar voru að sjálfsögðu fjölmargir Íslendingar og má nefna Önnu Maríu Gísladóttur lögmann og Bjarna Guðjónsson eiginmann hennar og framkvæmdastjóra KR. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, var mættur með Önnu Margréti Jónsdóttur, eiginkonu sinni. Þar voru einnig Benedikt Grétarsson fjölmiðlamaður og Lilja Valdimarsdóttir eiginkona hans og Lára Ómarsdóttir samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund. Hjónin fyrir utan heimili sitt í Frakklandi. Mynd úr einkasafni hjónanna.Christian Oth/Oth Media Group „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni,“ sagði Róbert í samtali við Vísi fyrir helgi. Þau trúlofuðu sig svo í Íslandsheimsókn árið 2018. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleiða þar vín eins og eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Gestum var auðvitað boðið upp á vín frá þeirri eigin framleiðslu í veisluhöldum helgarinnar. Hér má sjá glitta í fölbleika brúðkaupstertuna. Brúðhjónin klæddust bæði ljósu á brúðkaupsdaginn en fallegt brúðarsjal fylgdi einstökum brúðarkjól Kseniu. Mynd úr einkasafni. Christian Oth/Oth Media Group
Tíska og hönnun Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Tengdar fréttir Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. 20. ágúst 2021 13:56