Fékk ofsakvíðakast á fimm stjörnu hóteli og ákvað að breyta til Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 18:29 Eva Lúna Baldursdóttir er óhrædd við að stíga út fyrir kassann sem samfélagið vill að hún sé í. vísir Eva Lúna Baldursdóttir segir að fólk eigi að vera óhrætt við að enduruppgötva sjálft sig. Hún hefur á síðustu misserum orðið mun andlegri en áður, hefur fundið mýktina í sjálfri sér og eltir nú meðal annars drauma sína um að verða tónlistarkona, 38 ára gömul. Eva er lögfræðingur að mennt og jógakennari. Hún hefur lengi verið virk í Samfylkingunni en pólitíkin á ekki hug hennar eins og er. Hún sinnir enn verkefnum sem lögfræðingur en andleg málefni og ekki síst listræn eiga nú einnig hug hennar. Eva Lúna ræddi þessa breytingu á sér í Harmageddon síðasta föstudag. Gat ekki farið út af hótelherberginu Spurð hvort það hafi verið einhver einn atburður sem leiddi til þess að hún fór að leita meira inn á við segir hún þá hafa verið marga. Einn standi þó upp úr: „Ég man alveg eftir því, ég var á einhverju fimm stjörnu hóteli í Amsterdam og var að fara að vinna á vinnuráðstefnu. Og ég var bara í einhverju svona ofsakvíðakasti. Gat ekki farið út og eitthvað svona sem ég hef aldrei lent í áður,“ segir Eva. „Það er bara eitthvað sem gerist þá, þá umturnast ég.“ Hún hafi átt að halda stóra kynningu á sérfræðingaráðstefnunni og að lokum komist í gegn um það með herkjum. Eftir þetta hafi hún rambað á bók um andleg málefni sem hafi verið vakning fyrir hana. „Þetta andlega ferðalag sem við erum að tala um… Maður er oft bara hvar er ég stödd og hvað er ég að gera? En þetta snýst um að tengjast inn á við,“ segir hún. „Fara þangað og treysta því alveg óháð því hvort samfélagið sé að gera kröfu um að þú sért í einhverjum kassa. Þessi kassi er enginn sannleikur.“ Hefur prófað sveppi og ayahuasca Spurð hvort hún hafi prófað ofskynjunarlyf eins og margir gera á sinni andlegu vegferð segist hún hafa gert það. „Ég hef tekið ayahuasca og ég hef farið í svona sveppaferðalag.“ Breytti það viðhorfi þínu til lífsins? „Ekki mikið. Ég var náttúrulega búin að vera á Indlandi með einhverjum gúrúum og upplifað einhverja svona reynslu í gegn um hugleiðslu. Þannig að fyrir mér var þetta ekkert svona extra,“ segir hún. Eva tekur þó fram að slík ofskynjunarlyf geti hjálpað fólki að sjá eitthvað í sinni sjálfsskoðun ef það notar þau rétt og fer inn í þá reynslu með ásetning um það. Hefur logið og haldið framhjá Atriði sem skipta meira máli fyrir hana nú en áður eru til dæmis að elta hjartað og vera góð manneskja. „Það skiptir bara rosalega miklu máli. Þá líður þér betur. Ég hef alveg prófað hitt,“ segir Eva. „Að vera með allt í smá óreiðu hér og þar. Bara já hér er ég að setja smá hvítar lygar, hér eru bara hreinar lygar, hér var ég einhvern tíma að halda fram hjá. Bara allt þetta.“ Hún hefur nú gefið út sitt fyrsta lag og segir von á plötu í nákominni framtíð. Geðheilbrigði Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Eva er lögfræðingur að mennt og jógakennari. Hún hefur lengi verið virk í Samfylkingunni en pólitíkin á ekki hug hennar eins og er. Hún sinnir enn verkefnum sem lögfræðingur en andleg málefni og ekki síst listræn eiga nú einnig hug hennar. Eva Lúna ræddi þessa breytingu á sér í Harmageddon síðasta föstudag. Gat ekki farið út af hótelherberginu Spurð hvort það hafi verið einhver einn atburður sem leiddi til þess að hún fór að leita meira inn á við segir hún þá hafa verið marga. Einn standi þó upp úr: „Ég man alveg eftir því, ég var á einhverju fimm stjörnu hóteli í Amsterdam og var að fara að vinna á vinnuráðstefnu. Og ég var bara í einhverju svona ofsakvíðakasti. Gat ekki farið út og eitthvað svona sem ég hef aldrei lent í áður,“ segir Eva. „Það er bara eitthvað sem gerist þá, þá umturnast ég.“ Hún hafi átt að halda stóra kynningu á sérfræðingaráðstefnunni og að lokum komist í gegn um það með herkjum. Eftir þetta hafi hún rambað á bók um andleg málefni sem hafi verið vakning fyrir hana. „Þetta andlega ferðalag sem við erum að tala um… Maður er oft bara hvar er ég stödd og hvað er ég að gera? En þetta snýst um að tengjast inn á við,“ segir hún. „Fara þangað og treysta því alveg óháð því hvort samfélagið sé að gera kröfu um að þú sért í einhverjum kassa. Þessi kassi er enginn sannleikur.“ Hefur prófað sveppi og ayahuasca Spurð hvort hún hafi prófað ofskynjunarlyf eins og margir gera á sinni andlegu vegferð segist hún hafa gert það. „Ég hef tekið ayahuasca og ég hef farið í svona sveppaferðalag.“ Breytti það viðhorfi þínu til lífsins? „Ekki mikið. Ég var náttúrulega búin að vera á Indlandi með einhverjum gúrúum og upplifað einhverja svona reynslu í gegn um hugleiðslu. Þannig að fyrir mér var þetta ekkert svona extra,“ segir hún. Eva tekur þó fram að slík ofskynjunarlyf geti hjálpað fólki að sjá eitthvað í sinni sjálfsskoðun ef það notar þau rétt og fer inn í þá reynslu með ásetning um það. Hefur logið og haldið framhjá Atriði sem skipta meira máli fyrir hana nú en áður eru til dæmis að elta hjartað og vera góð manneskja. „Það skiptir bara rosalega miklu máli. Þá líður þér betur. Ég hef alveg prófað hitt,“ segir Eva. „Að vera með allt í smá óreiðu hér og þar. Bara já hér er ég að setja smá hvítar lygar, hér eru bara hreinar lygar, hér var ég einhvern tíma að halda fram hjá. Bara allt þetta.“ Hún hefur nú gefið út sitt fyrsta lag og segir von á plötu í nákominni framtíð.
Geðheilbrigði Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira