Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 14:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. Eru viðmið um sóttkví skilgreind eftir því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Ef samskipti hafa ekki verið mikil samkvæmt skilgreiningu verður ekki gerð krafa um sóttkví heldur smitgát og getur viðkomandi þá mætt í skólann. Hraðpróf verða notuð þegar í hlut eiga einstaklingar sem einungis þurfa að sæta smitgát. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem leiðbeiningarnar hafa verið birtar. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við leiðbeiningarnar í nýrri reglugerð sem tekur gildi næsta þriðjudag. Í mati rakningateymisins er almennt litið til þess hvort einstaklingurinn hafi verið lengur en 15 mínútur og í minni en tveggja metra nánd við hinn smitaða. Þá er tekið mið af því hvort fólkið hafi átt í nánum samskiptum á borð við faðmlög eða kossa, átt endurtekin samskipti í minna en 15 mínútur í senn, eða verið lengi í sama rými á heimili eða vinnustað. Eftirfarandi viðmið eru svo gefin upp í nýju leiðbeiningunum: Ef nemandi greinist með Covid-19 Þá gildir sóttkví um: Vini og þá sem voru með nemandanum eftir skóla Nemendur sem sátu við sama borð Þá sem voru með honum í vinnuhópi Er það mat skólastjórnar eða rakningateymis hvort hluti eða allur bekkurinn fari í sóttkví. Smitgát gildir um þá sem: Voru í samskiptum sem teljast ekki mikil Voru í sama hólfi og sá smitaði Voru í sömu stofu en hún var vel loftræst og engin nánd nema í mjög stuttan tíma Þessi hópur getur mætt í skólann en fer í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og aftur eftir fjóra daga. Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi er viðkomandi boðaður í PCR próf. Einkennavarúð nær til þeirra sem: Voru í litlum eða engum samskiptum við hinn smitaða Í sama hólfi en ekki á sama tíma á stöðum líkt og matsal Þessi hópur þarf hvorki að fara í sóttkví né hraðpróf. Ef kennari greinist með Covid-19 gildir að öllu jöfnu það sama um hann og nemendur. Leiðbeiningarnar má nálgast í heild sinni á vef Stjórnarráðsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Eru viðmið um sóttkví skilgreind eftir því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Ef samskipti hafa ekki verið mikil samkvæmt skilgreiningu verður ekki gerð krafa um sóttkví heldur smitgát og getur viðkomandi þá mætt í skólann. Hraðpróf verða notuð þegar í hlut eiga einstaklingar sem einungis þurfa að sæta smitgát. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem leiðbeiningarnar hafa verið birtar. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við leiðbeiningarnar í nýrri reglugerð sem tekur gildi næsta þriðjudag. Í mati rakningateymisins er almennt litið til þess hvort einstaklingurinn hafi verið lengur en 15 mínútur og í minni en tveggja metra nánd við hinn smitaða. Þá er tekið mið af því hvort fólkið hafi átt í nánum samskiptum á borð við faðmlög eða kossa, átt endurtekin samskipti í minna en 15 mínútur í senn, eða verið lengi í sama rými á heimili eða vinnustað. Eftirfarandi viðmið eru svo gefin upp í nýju leiðbeiningunum: Ef nemandi greinist með Covid-19 Þá gildir sóttkví um: Vini og þá sem voru með nemandanum eftir skóla Nemendur sem sátu við sama borð Þá sem voru með honum í vinnuhópi Er það mat skólastjórnar eða rakningateymis hvort hluti eða allur bekkurinn fari í sóttkví. Smitgát gildir um þá sem: Voru í samskiptum sem teljast ekki mikil Voru í sama hólfi og sá smitaði Voru í sömu stofu en hún var vel loftræst og engin nánd nema í mjög stuttan tíma Þessi hópur getur mætt í skólann en fer í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og aftur eftir fjóra daga. Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi er viðkomandi boðaður í PCR próf. Einkennavarúð nær til þeirra sem: Voru í litlum eða engum samskiptum við hinn smitaða Í sama hólfi en ekki á sama tíma á stöðum líkt og matsal Þessi hópur þarf hvorki að fara í sóttkví né hraðpróf. Ef kennari greinist með Covid-19 gildir að öllu jöfnu það sama um hann og nemendur. Leiðbeiningarnar má nálgast í heild sinni á vef Stjórnarráðsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira