Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 19:11 Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður hjá Sævari Þór og partners. Vísir/Sigurjón Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. Mál kvennanna hafa komið inn á borð lögmannsstofunnar Sævars Þórs og partners frá því í september í fyrra; sum eru nokkurra ára gömul en önnur nýrri, þau nýjustu síðan í fyrra. Þá eru málin misalvarleg en eitt þeirra varðar, að sögn lögmanns, konu sem eftir mánaðabið komst loks í skimun sem sýndi ekkert óeðlilegt. Konan hafi verið ósátt þar sem hnúður í brjósti hafi farið stækkandi - en henni hafi þá ítrekað verið synjað um sérskoðun þar sem hún væri ekki nógu gömul. Að endingu hafi hún komist í skoðun að kröfu heimilislæknis. „En núna var að koma í ljós að hún er með brjóstakrabbamein og fjögur mein í öðru brjósti og stærsta er sjö sentímetrar að stærð og komið í eitla. Hún er á næstu dögum á leið í brjóstnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður. Drep eftir leka í sílíkonpúða Önnur kona hafi leitað heilbrigðisþjónustu vegna brjóstakrabbameinseinkenna í fyrra en verið vísað frá vegna Covid-lokana. „Það dróst á langinn að hún fékk að komast að til læknis og fékk þá viðeigandi uppvinnslu og þá kemur í ljós að hún er komin með brjóstakrabbamein sem hafði dreift sér.“ Þriðja konan hafi farið í sérskoðun vegna gruns um brjóstakrabbamein. Framkvæmd hafi verið ástunga á brjósti en síðar komið sýking - sem valdið hafi miklum skaða. „Þá kom í ljós að læknirinn hafði stungið á sílikonpúðann sem hafði þá vætanlega farið að leka og myndað þetta drep í brjóstinu,“ segir Hilma. Konur sem leiti til þeirra á stofunni finni fyrir óöryggi. „Það er ekki hægt að svara þessu á annan hátt en bara það að konur treysta ekki kerfinu,“ segir Hilma. Kröfurnar eru ýmist gagnvart leitarstöð eða Landspítala en spítalinn kvaðst í dag ekki geta veitt viðbrögð vegna einstakra mála. Þá hefur fréttastofa sent embætti landlæknis fyrirspurn vegna málsins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Mál kvennanna hafa komið inn á borð lögmannsstofunnar Sævars Þórs og partners frá því í september í fyrra; sum eru nokkurra ára gömul en önnur nýrri, þau nýjustu síðan í fyrra. Þá eru málin misalvarleg en eitt þeirra varðar, að sögn lögmanns, konu sem eftir mánaðabið komst loks í skimun sem sýndi ekkert óeðlilegt. Konan hafi verið ósátt þar sem hnúður í brjósti hafi farið stækkandi - en henni hafi þá ítrekað verið synjað um sérskoðun þar sem hún væri ekki nógu gömul. Að endingu hafi hún komist í skoðun að kröfu heimilislæknis. „En núna var að koma í ljós að hún er með brjóstakrabbamein og fjögur mein í öðru brjósti og stærsta er sjö sentímetrar að stærð og komið í eitla. Hún er á næstu dögum á leið í brjóstnám,“ segir Hilma Ósk Hilmarsdóttir, lögmaður. Drep eftir leka í sílíkonpúða Önnur kona hafi leitað heilbrigðisþjónustu vegna brjóstakrabbameinseinkenna í fyrra en verið vísað frá vegna Covid-lokana. „Það dróst á langinn að hún fékk að komast að til læknis og fékk þá viðeigandi uppvinnslu og þá kemur í ljós að hún er komin með brjóstakrabbamein sem hafði dreift sér.“ Þriðja konan hafi farið í sérskoðun vegna gruns um brjóstakrabbamein. Framkvæmd hafi verið ástunga á brjósti en síðar komið sýking - sem valdið hafi miklum skaða. „Þá kom í ljós að læknirinn hafði stungið á sílikonpúðann sem hafði þá vætanlega farið að leka og myndað þetta drep í brjóstinu,“ segir Hilma. Konur sem leiti til þeirra á stofunni finni fyrir óöryggi. „Það er ekki hægt að svara þessu á annan hátt en bara það að konur treysta ekki kerfinu,“ segir Hilma. Kröfurnar eru ýmist gagnvart leitarstöð eða Landspítala en spítalinn kvaðst í dag ekki geta veitt viðbrögð vegna einstakra mála. Þá hefur fréttastofa sent embætti landlæknis fyrirspurn vegna málsins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira