Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2021 11:41 Katrín og Svandís segja að breytingar á sóttvarnareglum verði kynntar nánar síðar í dag. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. Katrín sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að Þórólfur væri að leggja lokahönd á tillögur sínar sem yrðu væntanlega kynntar betur síðar í dag. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Ef smit greinist til dæmis í skólabekk verði farið yfir það hvaða nemendur þurfi að fara í sóttkví. Fjölskyldur þeirra þurfi ekki endilega að fara í sóttkví. Þetta eigi að skýra betur. Skiptir máli að skólarnir séu virkir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það verði áfram þannig að innsti hringur í kringum sýktan einstakling fari í sóttkví. Næsti hringur þar fyrir utan fari í hraðpróf, annað hraðpróf fjórum dögum síðar og viðhafi smitgát á milli. „Við munum líka endurskoða það að fjölskyldur barna sem þurfa að fara í sóttkví þurfi allar að fara í sóttkví á sama tíma. Þetta verður svona til liðkunar í því að sóttkvíin hafi ekki eins mikil áhrif á gangverk samfélagsins.“ Markmið sé að hópurinn sem þurfi að fara í sóttkví verði ekki jafn stór og verið hefur. Um sé að ræða bæði ný tilmæli til fólks og breytingar á reglugerð sem stefnt er á að taki gildi áður en grunnskólarnir hefjast á mánudag. Klippa: Svandís um breyttar reglur á sóttkví „Þetta skiptir auðvitað máli bæði til að skólarnir geti verið virkir og bara samfélagið allt,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að sóttkví sé eitt helsta tækið til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er auðvitað aukin áhætta, það er alveg á hreinu en við verðum alltaf að vega og meta áhættuna annars vegar og ávinninginn hins vegar. Við teljum að þetta sé áhættunnar virði til að hafa lágmarks áhrif á gang samfélagsins,“ segir Svandís. Þurfum að færa okkur í að lifa með óværunni „Það liggur alveg fyrir að við erum á nýjum stað í þessum faraldri vegna bólusetninga. Það þýðir að við þurfum að færa okkur yfir í það umhverfi að við séum að lifa með veirunni. Það er það sem við höfum verið að gera og ástæðan fyrir að við höfum verið með tiltölulega rúmar aðgerðir og ekki harðar eins og fyrir bólusetningu,“ sagði Katrín jafnframt að loknum ríkisstjórnarfundi. „Þá horfum við í raun og veru á málið þannig að það þurfi ákveðna temprun til þess að heilbrigðiskerfið geti staðið undir álagi. Þá þurfum við styrkingu heilbrigðiskerfis en séum meira að færa okkur yfir í það umhverfi að lifa með þessari óværu.“ Ekki hægt að leggja línuna til langs tíma Katrín var spurð út í framtíðarsýn sóttvarnalæknis sem kom fram í minnisblaði sem birt var fyrr í vikunni. „Hann er að horfa til töluverðs langs tíma. Við sem stjórnvöld getum ekki lagt línuna til svo langs tíma.“ „Ég treysti mér ekki til að segja til um hver staða faraldursins verður eftir eitt eða tvör ár sem er kannski eitt af því sem hefur verið töluvert rætt, að framtíðarsýnin sé til töluverðs langs tíma,“ bætir Katrín við. „Sóttvarnalæknir er að tala fyrir ákveðnum temprandi aðgerðum sem ég lít svo á að sé ákveðin aðferð til að færa okkur nær eðlilegu samfélagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Sjá meira
Katrín sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að Þórólfur væri að leggja lokahönd á tillögur sínar sem yrðu væntanlega kynntar betur síðar í dag. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Ef smit greinist til dæmis í skólabekk verði farið yfir það hvaða nemendur þurfi að fara í sóttkví. Fjölskyldur þeirra þurfi ekki endilega að fara í sóttkví. Þetta eigi að skýra betur. Skiptir máli að skólarnir séu virkir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það verði áfram þannig að innsti hringur í kringum sýktan einstakling fari í sóttkví. Næsti hringur þar fyrir utan fari í hraðpróf, annað hraðpróf fjórum dögum síðar og viðhafi smitgát á milli. „Við munum líka endurskoða það að fjölskyldur barna sem þurfa að fara í sóttkví þurfi allar að fara í sóttkví á sama tíma. Þetta verður svona til liðkunar í því að sóttkvíin hafi ekki eins mikil áhrif á gangverk samfélagsins.“ Markmið sé að hópurinn sem þurfi að fara í sóttkví verði ekki jafn stór og verið hefur. Um sé að ræða bæði ný tilmæli til fólks og breytingar á reglugerð sem stefnt er á að taki gildi áður en grunnskólarnir hefjast á mánudag. Klippa: Svandís um breyttar reglur á sóttkví „Þetta skiptir auðvitað máli bæði til að skólarnir geti verið virkir og bara samfélagið allt,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að sóttkví sé eitt helsta tækið til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er auðvitað aukin áhætta, það er alveg á hreinu en við verðum alltaf að vega og meta áhættuna annars vegar og ávinninginn hins vegar. Við teljum að þetta sé áhættunnar virði til að hafa lágmarks áhrif á gang samfélagsins,“ segir Svandís. Þurfum að færa okkur í að lifa með óværunni „Það liggur alveg fyrir að við erum á nýjum stað í þessum faraldri vegna bólusetninga. Það þýðir að við þurfum að færa okkur yfir í það umhverfi að við séum að lifa með veirunni. Það er það sem við höfum verið að gera og ástæðan fyrir að við höfum verið með tiltölulega rúmar aðgerðir og ekki harðar eins og fyrir bólusetningu,“ sagði Katrín jafnframt að loknum ríkisstjórnarfundi. „Þá horfum við í raun og veru á málið þannig að það þurfi ákveðna temprun til þess að heilbrigðiskerfið geti staðið undir álagi. Þá þurfum við styrkingu heilbrigðiskerfis en séum meira að færa okkur yfir í það umhverfi að lifa með þessari óværu.“ Ekki hægt að leggja línuna til langs tíma Katrín var spurð út í framtíðarsýn sóttvarnalæknis sem kom fram í minnisblaði sem birt var fyrr í vikunni. „Hann er að horfa til töluverðs langs tíma. Við sem stjórnvöld getum ekki lagt línuna til svo langs tíma.“ „Ég treysti mér ekki til að segja til um hver staða faraldursins verður eftir eitt eða tvör ár sem er kannski eitt af því sem hefur verið töluvert rætt, að framtíðarsýnin sé til töluverðs langs tíma,“ bætir Katrín við. „Sóttvarnalæknir er að tala fyrir ákveðnum temprandi aðgerðum sem ég lít svo á að sé ákveðin aðferð til að færa okkur nær eðlilegu samfélagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Sjá meira
Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26