Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2021 11:41 Katrín og Svandís segja að breytingar á sóttvarnareglum verði kynntar nánar síðar í dag. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. Katrín sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að Þórólfur væri að leggja lokahönd á tillögur sínar sem yrðu væntanlega kynntar betur síðar í dag. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Ef smit greinist til dæmis í skólabekk verði farið yfir það hvaða nemendur þurfi að fara í sóttkví. Fjölskyldur þeirra þurfi ekki endilega að fara í sóttkví. Þetta eigi að skýra betur. Skiptir máli að skólarnir séu virkir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það verði áfram þannig að innsti hringur í kringum sýktan einstakling fari í sóttkví. Næsti hringur þar fyrir utan fari í hraðpróf, annað hraðpróf fjórum dögum síðar og viðhafi smitgát á milli. „Við munum líka endurskoða það að fjölskyldur barna sem þurfa að fara í sóttkví þurfi allar að fara í sóttkví á sama tíma. Þetta verður svona til liðkunar í því að sóttkvíin hafi ekki eins mikil áhrif á gangverk samfélagsins.“ Markmið sé að hópurinn sem þurfi að fara í sóttkví verði ekki jafn stór og verið hefur. Um sé að ræða bæði ný tilmæli til fólks og breytingar á reglugerð sem stefnt er á að taki gildi áður en grunnskólarnir hefjast á mánudag. Klippa: Svandís um breyttar reglur á sóttkví „Þetta skiptir auðvitað máli bæði til að skólarnir geti verið virkir og bara samfélagið allt,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að sóttkví sé eitt helsta tækið til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er auðvitað aukin áhætta, það er alveg á hreinu en við verðum alltaf að vega og meta áhættuna annars vegar og ávinninginn hins vegar. Við teljum að þetta sé áhættunnar virði til að hafa lágmarks áhrif á gang samfélagsins,“ segir Svandís. Þurfum að færa okkur í að lifa með óværunni „Það liggur alveg fyrir að við erum á nýjum stað í þessum faraldri vegna bólusetninga. Það þýðir að við þurfum að færa okkur yfir í það umhverfi að við séum að lifa með veirunni. Það er það sem við höfum verið að gera og ástæðan fyrir að við höfum verið með tiltölulega rúmar aðgerðir og ekki harðar eins og fyrir bólusetningu,“ sagði Katrín jafnframt að loknum ríkisstjórnarfundi. „Þá horfum við í raun og veru á málið þannig að það þurfi ákveðna temprun til þess að heilbrigðiskerfið geti staðið undir álagi. Þá þurfum við styrkingu heilbrigðiskerfis en séum meira að færa okkur yfir í það umhverfi að lifa með þessari óværu.“ Ekki hægt að leggja línuna til langs tíma Katrín var spurð út í framtíðarsýn sóttvarnalæknis sem kom fram í minnisblaði sem birt var fyrr í vikunni. „Hann er að horfa til töluverðs langs tíma. Við sem stjórnvöld getum ekki lagt línuna til svo langs tíma.“ „Ég treysti mér ekki til að segja til um hver staða faraldursins verður eftir eitt eða tvör ár sem er kannski eitt af því sem hefur verið töluvert rætt, að framtíðarsýnin sé til töluverðs langs tíma,“ bætir Katrín við. „Sóttvarnalæknir er að tala fyrir ákveðnum temprandi aðgerðum sem ég lít svo á að sé ákveðin aðferð til að færa okkur nær eðlilegu samfélagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Katrín sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að Þórólfur væri að leggja lokahönd á tillögur sínar sem yrðu væntanlega kynntar betur síðar í dag. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Ef smit greinist til dæmis í skólabekk verði farið yfir það hvaða nemendur þurfi að fara í sóttkví. Fjölskyldur þeirra þurfi ekki endilega að fara í sóttkví. Þetta eigi að skýra betur. Skiptir máli að skólarnir séu virkir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það verði áfram þannig að innsti hringur í kringum sýktan einstakling fari í sóttkví. Næsti hringur þar fyrir utan fari í hraðpróf, annað hraðpróf fjórum dögum síðar og viðhafi smitgát á milli. „Við munum líka endurskoða það að fjölskyldur barna sem þurfa að fara í sóttkví þurfi allar að fara í sóttkví á sama tíma. Þetta verður svona til liðkunar í því að sóttkvíin hafi ekki eins mikil áhrif á gangverk samfélagsins.“ Markmið sé að hópurinn sem þurfi að fara í sóttkví verði ekki jafn stór og verið hefur. Um sé að ræða bæði ný tilmæli til fólks og breytingar á reglugerð sem stefnt er á að taki gildi áður en grunnskólarnir hefjast á mánudag. Klippa: Svandís um breyttar reglur á sóttkví „Þetta skiptir auðvitað máli bæði til að skólarnir geti verið virkir og bara samfélagið allt,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að sóttkví sé eitt helsta tækið til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er auðvitað aukin áhætta, það er alveg á hreinu en við verðum alltaf að vega og meta áhættuna annars vegar og ávinninginn hins vegar. Við teljum að þetta sé áhættunnar virði til að hafa lágmarks áhrif á gang samfélagsins,“ segir Svandís. Þurfum að færa okkur í að lifa með óværunni „Það liggur alveg fyrir að við erum á nýjum stað í þessum faraldri vegna bólusetninga. Það þýðir að við þurfum að færa okkur yfir í það umhverfi að við séum að lifa með veirunni. Það er það sem við höfum verið að gera og ástæðan fyrir að við höfum verið með tiltölulega rúmar aðgerðir og ekki harðar eins og fyrir bólusetningu,“ sagði Katrín jafnframt að loknum ríkisstjórnarfundi. „Þá horfum við í raun og veru á málið þannig að það þurfi ákveðna temprun til þess að heilbrigðiskerfið geti staðið undir álagi. Þá þurfum við styrkingu heilbrigðiskerfis en séum meira að færa okkur yfir í það umhverfi að lifa með þessari óværu.“ Ekki hægt að leggja línuna til langs tíma Katrín var spurð út í framtíðarsýn sóttvarnalæknis sem kom fram í minnisblaði sem birt var fyrr í vikunni. „Hann er að horfa til töluverðs langs tíma. Við sem stjórnvöld getum ekki lagt línuna til svo langs tíma.“ „Ég treysti mér ekki til að segja til um hver staða faraldursins verður eftir eitt eða tvör ár sem er kannski eitt af því sem hefur verið töluvert rætt, að framtíðarsýnin sé til töluverðs langs tíma,“ bætir Katrín við. „Sóttvarnalæknir er að tala fyrir ákveðnum temprandi aðgerðum sem ég lít svo á að sé ákveðin aðferð til að færa okkur nær eðlilegu samfélagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26