Svandís og Brynjar tókust á í Pallborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir takast á í Pallborðinu á Vísi en ljóst er að þau sjá stöðuna í faraldrinum ólíkum augum. Vísir/Arnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verða gestir Pallborðsins sem verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi. Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira