Svandís og Brynjar tókust á í Pallborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir takast á í Pallborðinu á Vísi en ljóst er að þau sjá stöðuna í faraldrinum ólíkum augum. Vísir/Arnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verða gestir Pallborðsins sem verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi. Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent