Innlent

Karlmaðurinn kominn í leitirnar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir eftir Símoni Símonarsyni, 73 ára.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að Símon sé 160 sentimetrar á hæð og gráhærður. 

„Símon er líklegast klæddur í gallabuxur og dökkbláa úlpu og mögulega með litríkan trefil. Talið er að hann sé með fjólubláa tösku meðferðis. Síðast er vitað um ferðir Símonar við Boðaþing í Kópavogi í gær.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Símonar, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.“

Uppfært klukkan 15:54

Lögregla greinir frá því í tilkynningu að karlmaðurinn sem lýst var eftir sé kominn í leitirnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×