Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Snorri Másson skrifar 16. ágúst 2021 11:52 Það er mikið lagt á sig fyrir gott útsýni. Hafþór Gunnarsson Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum – og má segja lagt líf sitt að veði – til þess að festa stálbita í bjargið á tindi fjallsins, þar sem síðan verður smíðaður pallur með útsýni yfir Ísafjarðardjúpið. Hafþór Gunnarsson sem hefur verið viðriðinn framkvæmdina frá upphafi skrifar í uppfærslu á Facebook að ljóst sé að einhverjir muni alls ekki hætta sér út á pallinn. Svo ægilegur er hann gestkomandi, þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig aðstæður eru hjá þeim sem vinna við að setja hann upp. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti 160 milljónum króna til byggingar pallsins. Hann var smíðaður í Póllandi og nú hefur verið unnið að því að bora hann inn í fjallið. Hann á að opna í haust. Vonir standa til að með pallinum verði Bolafjall einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða. Sérstakt úrlausnarefni var að tryggja þol pallsins þegar snjósöfnunin er eins mikil og hún hefur tilhneigingu til að vera á Bolafjalli að vetri til.Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Áætluð lokaútkoma.SEI studio Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum – og má segja lagt líf sitt að veði – til þess að festa stálbita í bjargið á tindi fjallsins, þar sem síðan verður smíðaður pallur með útsýni yfir Ísafjarðardjúpið. Hafþór Gunnarsson sem hefur verið viðriðinn framkvæmdina frá upphafi skrifar í uppfærslu á Facebook að ljóst sé að einhverjir muni alls ekki hætta sér út á pallinn. Svo ægilegur er hann gestkomandi, þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig aðstæður eru hjá þeim sem vinna við að setja hann upp. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti 160 milljónum króna til byggingar pallsins. Hann var smíðaður í Póllandi og nú hefur verið unnið að því að bora hann inn í fjallið. Hann á að opna í haust. Vonir standa til að með pallinum verði Bolafjall einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða. Sérstakt úrlausnarefni var að tryggja þol pallsins þegar snjósöfnunin er eins mikil og hún hefur tilhneigingu til að vera á Bolafjalli að vetri til.Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Áætluð lokaútkoma.SEI studio
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira