Telur að laða þurfi menntaða heilbrigðisstarfsmenn aftur til starfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 18:12 Helga Vala er formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórninni hafi fatast flugið í að fjármagna heilbrigðiskerfið og fjölga starfsfólki innan þess. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk hlaupi sífellt hraðar, þegar álagið eykst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51
Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27
Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31