Umhverfinu meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 15:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Stöð 2/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fór ófögrum orðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í ræðu sem hann hélt á landsfundi Miðflokksins í dag. Þar hélt hann því fram að með því að reisa eitt nýtt álver á Íslandi væri hægt að ná meiri árangri í loftslagsmálum en stefna stjórnvalda gerir núna. „Ég er ekki að leggja til að við fjölgum álverum en það segir sína sögu að eitt nýtt álver myndi skila meiri árangri í loftslagsmálum en óhemju dýr stefna ríkisstjórnarinnar um að draga úr framleiðslu og lífsgæðum á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Þetta rökstuddi hann með þeim hætti að með því að framleiða minna ál á Íslandi væri í raun ekki komið í veg fyrir að álið yrði framleitt yfirleitt, heldur aðeins komið í veg fyrir að það yrði framleitt með þeim umhverfisvæna hætti sem það er gert með hér. „Ég hef oft nefnt að ef álver flyttist frá Íslandi til Kína myndi losun vegna framleiðslunnar nærri tífaldast. Halda menn að ef álveri væri lokað hér yrði bara framleitt minna ál í heiminum. Aldeilis ekki, eftirspurnin mun áfram aukast og henni yrði þá mætt með kolabruna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur segir að stefna ríkisstjórnarinnar skerði lífsgæði Íslendinga enda snúi hún að því að framleiða minna. Hann vill fara öfuga leið, framleiða meira: „Það getur þýtt að losun landsins aukist fremur en að minnka en á heimsvísu mun það draga úr losun og vera það besta sem við getum gert í loftslagsmálum. En það mun líka bæta lífskjör Íslendinga.“ Formaðurinn fór um víðan völl í ræðu sinni og drap meðal annars á málefni eldri borgara og innflytjendamál. Í síðarnefndum málaflokki vill hann fara sömu leið og dönsk stjórnvöld, sem hafa stórlega hert landamæraeftirlit gagnvart flóttamönnum. Munar öllu um Miðflokkinn Fjallað hefur verið um breytingar á listum Miðflokksins, sem þykja ívið fjölbreyttari en endranær. Konur skipa þar meira áberandi sess og sömuleiðis fólk af erlendu bergi brotið. Sigmundur sagði að flokkurinn byði nú fram öfluga lista hugsjónafólks um allt land. Þetta leiddu sums staðar til átaka. „Þótt ekki verði allir þeir sem setið hafa á þingi fyrir flokkinn á kjörtímabilinu í framboði í komandi kosningum hefur það fólk allt sýnt, svo ekki verður um villst, hvers það er megnugt. Við erum þeim þakklát og munum áfram njóta krafta þeirra og reynslu þótt það verði með öðrum hætti,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „Flokkur þarf að vera meira en bara þingmenn og sveitarstjórnafulltrúar. Flokkur þarf að vera hópur ósérhlífins fólks sem er tilbúið til að leggja á sig vinnu, oft mikla vinnu, vegna þess að það trúir því að það skipti raunverulega máli hvaða stefn ræður för við stjórn landsins.“ Sigmundur lauk langri ræðu sinni á þessum orðum: „Allir munu sjá svo ekki verður um villst að það munar öllu um Miðflokkinn.“ Miðflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi. 6. ágúst 2021 15:31 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Þar hélt hann því fram að með því að reisa eitt nýtt álver á Íslandi væri hægt að ná meiri árangri í loftslagsmálum en stefna stjórnvalda gerir núna. „Ég er ekki að leggja til að við fjölgum álverum en það segir sína sögu að eitt nýtt álver myndi skila meiri árangri í loftslagsmálum en óhemju dýr stefna ríkisstjórnarinnar um að draga úr framleiðslu og lífsgæðum á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Þetta rökstuddi hann með þeim hætti að með því að framleiða minna ál á Íslandi væri í raun ekki komið í veg fyrir að álið yrði framleitt yfirleitt, heldur aðeins komið í veg fyrir að það yrði framleitt með þeim umhverfisvæna hætti sem það er gert með hér. „Ég hef oft nefnt að ef álver flyttist frá Íslandi til Kína myndi losun vegna framleiðslunnar nærri tífaldast. Halda menn að ef álveri væri lokað hér yrði bara framleitt minna ál í heiminum. Aldeilis ekki, eftirspurnin mun áfram aukast og henni yrði þá mætt með kolabruna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur segir að stefna ríkisstjórnarinnar skerði lífsgæði Íslendinga enda snúi hún að því að framleiða minna. Hann vill fara öfuga leið, framleiða meira: „Það getur þýtt að losun landsins aukist fremur en að minnka en á heimsvísu mun það draga úr losun og vera það besta sem við getum gert í loftslagsmálum. En það mun líka bæta lífskjör Íslendinga.“ Formaðurinn fór um víðan völl í ræðu sinni og drap meðal annars á málefni eldri borgara og innflytjendamál. Í síðarnefndum málaflokki vill hann fara sömu leið og dönsk stjórnvöld, sem hafa stórlega hert landamæraeftirlit gagnvart flóttamönnum. Munar öllu um Miðflokkinn Fjallað hefur verið um breytingar á listum Miðflokksins, sem þykja ívið fjölbreyttari en endranær. Konur skipa þar meira áberandi sess og sömuleiðis fólk af erlendu bergi brotið. Sigmundur sagði að flokkurinn byði nú fram öfluga lista hugsjónafólks um allt land. Þetta leiddu sums staðar til átaka. „Þótt ekki verði allir þeir sem setið hafa á þingi fyrir flokkinn á kjörtímabilinu í framboði í komandi kosningum hefur það fólk allt sýnt, svo ekki verður um villst, hvers það er megnugt. Við erum þeim þakklát og munum áfram njóta krafta þeirra og reynslu þótt það verði með öðrum hætti,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „Flokkur þarf að vera meira en bara þingmenn og sveitarstjórnafulltrúar. Flokkur þarf að vera hópur ósérhlífins fólks sem er tilbúið til að leggja á sig vinnu, oft mikla vinnu, vegna þess að það trúir því að það skipti raunverulega máli hvaða stefn ræður för við stjórn landsins.“ Sigmundur lauk langri ræðu sinni á þessum orðum: „Allir munu sjá svo ekki verður um villst að það munar öllu um Miðflokkinn.“
Miðflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi. 6. ágúst 2021 15:31 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi. 6. ágúst 2021 15:31
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. 28. júlí 2021 18:31