Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Sigmundur Davíð hámar í sig hrátt hakkið af áfergju. Instagram/Sigmundurdg Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi. Myndband sem Sigmundur Davíð birti í hringrás á Instagram hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Í myndbandinu sést Sigmundur borða hrátt nautahakk beint upp úr kassanum. Bráðahungur bankaði upp á Sigmundur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið á ferðalagi um Berufjörð í gær og hafi skyndilega orðið glorsoltinn. Þá brá hann á það ráð að bregða sér inn í verslun á Djúpavogi og kaupa sér eitthvað í gogginn. Hann segir að það sem honum hafi fundist girnilegast hafi verið kassi af íslensku nautahakki. Hann keypti kassann og segir hakkið hafa verið mjög gott. Það var ekkert síðra svona beint úr boxinu. Sigmundur segist vera í megrun þessa dagana og að hún gangi nokkuð vel. Hann segir þó að erfitt sé að huga að heilsusamlegu matarræði þegar hann er á ferðalögum. Hann er einmitt á ferðalagi um Austfirði um þessar mundir og sér fram á að ferðast mikið á næstu vikum í aðdraganda kosninga. Þegar fréttastofa náði tali af Sigmundi hafði hann nýlega ákveðið að kaupa sér poka af íslenskum radísum en að hans sögn er „grænmetisdagur í dag.“ Myndi ekki borða erlent kjöt „Ég hefði aldrei borðað þetta hrátt eða yfir höfuð ef þetta væri erlent kjöt,“ segir Sigmundur. Hann hefur áður talað um yfirburði íslensks kjöts yfir erlent og auglýst dálæti sitt á hráu íslensku kjöti. Síðast þegar hann gerði það sendi Matvælastofnun frá sér aðvörun við neyslu á hráu kjöti. Sigmundur segist gefa lítið fyrir aðvörun Matvælastofnunar og bendir á að neysla hrás kjöts tíðkist víða í heiminum. Þó segir hann að mikilvægt sé að passa að kjöt, sem neyta á hrás, sé nýtt, ferskt og síðast en ekki síst, íslenskt. „Ég borða til dæmis aldrei boeuf tartare þegar ég er í Frakklandi,“ segir Sigmundur. Netverjar hafa ýmist lýst yfir furðu sinni eða gert stólpagrín að forsætisráðherranum fyrrverandi eftir birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan ásamt viðbrögðum við því. Við sjáum myndband: pic.twitter.com/y7U1nfA6rH— Haukur Viðar (@hvalfredsson) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, this u? pic.twitter.com/p21mydqVX1— Sonja Margrét (@tussukusk) August 6, 2021 Ég er farinn að halda að Sigmundur Davíð sé virkilega vel heppnaður gjörningur frá Snorra Ásmundssyni— Þossi (@thossmeister) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, fylgið er frosið, okkur vantar eitthvað til að ná athygli. Engar áhyggjur, ég er að fara að draga fram leynivopnið ... að éta hrátt kjöt. En þú hefur gert það áður. Jújú ... en ég hef aldrei skóflað því í mig með berum höndum. Snilld, kýlum á það. — Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 6, 2021 Miðflokkurinn Matur Múlaþing Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Matvælastofnun varar við neyslu á hráu kjöti Líkurnar á iðrasýkingum margfaldast við neyslu á hráu kjöti og er meiri hætta af hökkuðu kjöti en heilum vöðvum. 27. janúar 2017 17:19 Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi "Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ 24. janúar 2017 15:38 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Fleiri fréttir Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Sjá meira
Myndband sem Sigmundur Davíð birti í hringrás á Instagram hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Í myndbandinu sést Sigmundur borða hrátt nautahakk beint upp úr kassanum. Bráðahungur bankaði upp á Sigmundur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið á ferðalagi um Berufjörð í gær og hafi skyndilega orðið glorsoltinn. Þá brá hann á það ráð að bregða sér inn í verslun á Djúpavogi og kaupa sér eitthvað í gogginn. Hann segir að það sem honum hafi fundist girnilegast hafi verið kassi af íslensku nautahakki. Hann keypti kassann og segir hakkið hafa verið mjög gott. Það var ekkert síðra svona beint úr boxinu. Sigmundur segist vera í megrun þessa dagana og að hún gangi nokkuð vel. Hann segir þó að erfitt sé að huga að heilsusamlegu matarræði þegar hann er á ferðalögum. Hann er einmitt á ferðalagi um Austfirði um þessar mundir og sér fram á að ferðast mikið á næstu vikum í aðdraganda kosninga. Þegar fréttastofa náði tali af Sigmundi hafði hann nýlega ákveðið að kaupa sér poka af íslenskum radísum en að hans sögn er „grænmetisdagur í dag.“ Myndi ekki borða erlent kjöt „Ég hefði aldrei borðað þetta hrátt eða yfir höfuð ef þetta væri erlent kjöt,“ segir Sigmundur. Hann hefur áður talað um yfirburði íslensks kjöts yfir erlent og auglýst dálæti sitt á hráu íslensku kjöti. Síðast þegar hann gerði það sendi Matvælastofnun frá sér aðvörun við neyslu á hráu kjöti. Sigmundur segist gefa lítið fyrir aðvörun Matvælastofnunar og bendir á að neysla hrás kjöts tíðkist víða í heiminum. Þó segir hann að mikilvægt sé að passa að kjöt, sem neyta á hrás, sé nýtt, ferskt og síðast en ekki síst, íslenskt. „Ég borða til dæmis aldrei boeuf tartare þegar ég er í Frakklandi,“ segir Sigmundur. Netverjar hafa ýmist lýst yfir furðu sinni eða gert stólpagrín að forsætisráðherranum fyrrverandi eftir birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan ásamt viðbrögðum við því. Við sjáum myndband: pic.twitter.com/y7U1nfA6rH— Haukur Viðar (@hvalfredsson) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, this u? pic.twitter.com/p21mydqVX1— Sonja Margrét (@tussukusk) August 6, 2021 Ég er farinn að halda að Sigmundur Davíð sé virkilega vel heppnaður gjörningur frá Snorra Ásmundssyni— Þossi (@thossmeister) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, fylgið er frosið, okkur vantar eitthvað til að ná athygli. Engar áhyggjur, ég er að fara að draga fram leynivopnið ... að éta hrátt kjöt. En þú hefur gert það áður. Jújú ... en ég hef aldrei skóflað því í mig með berum höndum. Snilld, kýlum á það. — Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 6, 2021
Miðflokkurinn Matur Múlaþing Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Matvælastofnun varar við neyslu á hráu kjöti Líkurnar á iðrasýkingum margfaldast við neyslu á hráu kjöti og er meiri hætta af hökkuðu kjöti en heilum vöðvum. 27. janúar 2017 17:19 Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi "Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ 24. janúar 2017 15:38 Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Fleiri fréttir Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Sjá meira
Matvælastofnun varar við neyslu á hráu kjöti Líkurnar á iðrasýkingum margfaldast við neyslu á hráu kjöti og er meiri hætta af hökkuðu kjöti en heilum vöðvum. 27. janúar 2017 17:19
Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi "Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ 24. janúar 2017 15:38
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein