Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Sigmundur Davíð hámar í sig hrátt hakkið af áfergju. Instagram/Sigmundurdg Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi. Myndband sem Sigmundur Davíð birti í hringrás á Instagram hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Í myndbandinu sést Sigmundur borða hrátt nautahakk beint upp úr kassanum. Bráðahungur bankaði upp á Sigmundur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið á ferðalagi um Berufjörð í gær og hafi skyndilega orðið glorsoltinn. Þá brá hann á það ráð að bregða sér inn í verslun á Djúpavogi og kaupa sér eitthvað í gogginn. Hann segir að það sem honum hafi fundist girnilegast hafi verið kassi af íslensku nautahakki. Hann keypti kassann og segir hakkið hafa verið mjög gott. Það var ekkert síðra svona beint úr boxinu. Sigmundur segist vera í megrun þessa dagana og að hún gangi nokkuð vel. Hann segir þó að erfitt sé að huga að heilsusamlegu matarræði þegar hann er á ferðalögum. Hann er einmitt á ferðalagi um Austfirði um þessar mundir og sér fram á að ferðast mikið á næstu vikum í aðdraganda kosninga. Þegar fréttastofa náði tali af Sigmundi hafði hann nýlega ákveðið að kaupa sér poka af íslenskum radísum en að hans sögn er „grænmetisdagur í dag.“ Myndi ekki borða erlent kjöt „Ég hefði aldrei borðað þetta hrátt eða yfir höfuð ef þetta væri erlent kjöt,“ segir Sigmundur. Hann hefur áður talað um yfirburði íslensks kjöts yfir erlent og auglýst dálæti sitt á hráu íslensku kjöti. Síðast þegar hann gerði það sendi Matvælastofnun frá sér aðvörun við neyslu á hráu kjöti. Sigmundur segist gefa lítið fyrir aðvörun Matvælastofnunar og bendir á að neysla hrás kjöts tíðkist víða í heiminum. Þó segir hann að mikilvægt sé að passa að kjöt, sem neyta á hrás, sé nýtt, ferskt og síðast en ekki síst, íslenskt. „Ég borða til dæmis aldrei boeuf tartare þegar ég er í Frakklandi,“ segir Sigmundur. Netverjar hafa ýmist lýst yfir furðu sinni eða gert stólpagrín að forsætisráðherranum fyrrverandi eftir birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan ásamt viðbrögðum við því. Við sjáum myndband: pic.twitter.com/y7U1nfA6rH— Haukur Viðar (@hvalfredsson) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, this u? pic.twitter.com/p21mydqVX1— Sonja Margrét (@tussukusk) August 6, 2021 Ég er farinn að halda að Sigmundur Davíð sé virkilega vel heppnaður gjörningur frá Snorra Ásmundssyni— Þossi (@thossmeister) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, fylgið er frosið, okkur vantar eitthvað til að ná athygli. Engar áhyggjur, ég er að fara að draga fram leynivopnið ... að éta hrátt kjöt. En þú hefur gert það áður. Jújú ... en ég hef aldrei skóflað því í mig með berum höndum. Snilld, kýlum á það. — Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 6, 2021 Miðflokkurinn Matur Múlaþing Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Matvælastofnun varar við neyslu á hráu kjöti Líkurnar á iðrasýkingum margfaldast við neyslu á hráu kjöti og er meiri hætta af hökkuðu kjöti en heilum vöðvum. 27. janúar 2017 17:19 Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi "Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ 24. janúar 2017 15:38 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Myndband sem Sigmundur Davíð birti í hringrás á Instagram hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Í myndbandinu sést Sigmundur borða hrátt nautahakk beint upp úr kassanum. Bráðahungur bankaði upp á Sigmundur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið á ferðalagi um Berufjörð í gær og hafi skyndilega orðið glorsoltinn. Þá brá hann á það ráð að bregða sér inn í verslun á Djúpavogi og kaupa sér eitthvað í gogginn. Hann segir að það sem honum hafi fundist girnilegast hafi verið kassi af íslensku nautahakki. Hann keypti kassann og segir hakkið hafa verið mjög gott. Það var ekkert síðra svona beint úr boxinu. Sigmundur segist vera í megrun þessa dagana og að hún gangi nokkuð vel. Hann segir þó að erfitt sé að huga að heilsusamlegu matarræði þegar hann er á ferðalögum. Hann er einmitt á ferðalagi um Austfirði um þessar mundir og sér fram á að ferðast mikið á næstu vikum í aðdraganda kosninga. Þegar fréttastofa náði tali af Sigmundi hafði hann nýlega ákveðið að kaupa sér poka af íslenskum radísum en að hans sögn er „grænmetisdagur í dag.“ Myndi ekki borða erlent kjöt „Ég hefði aldrei borðað þetta hrátt eða yfir höfuð ef þetta væri erlent kjöt,“ segir Sigmundur. Hann hefur áður talað um yfirburði íslensks kjöts yfir erlent og auglýst dálæti sitt á hráu íslensku kjöti. Síðast þegar hann gerði það sendi Matvælastofnun frá sér aðvörun við neyslu á hráu kjöti. Sigmundur segist gefa lítið fyrir aðvörun Matvælastofnunar og bendir á að neysla hrás kjöts tíðkist víða í heiminum. Þó segir hann að mikilvægt sé að passa að kjöt, sem neyta á hrás, sé nýtt, ferskt og síðast en ekki síst, íslenskt. „Ég borða til dæmis aldrei boeuf tartare þegar ég er í Frakklandi,“ segir Sigmundur. Netverjar hafa ýmist lýst yfir furðu sinni eða gert stólpagrín að forsætisráðherranum fyrrverandi eftir birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan ásamt viðbrögðum við því. Við sjáum myndband: pic.twitter.com/y7U1nfA6rH— Haukur Viðar (@hvalfredsson) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, this u? pic.twitter.com/p21mydqVX1— Sonja Margrét (@tussukusk) August 6, 2021 Ég er farinn að halda að Sigmundur Davíð sé virkilega vel heppnaður gjörningur frá Snorra Ásmundssyni— Þossi (@thossmeister) August 5, 2021 Sigmundur Davíð, fylgið er frosið, okkur vantar eitthvað til að ná athygli. Engar áhyggjur, ég er að fara að draga fram leynivopnið ... að éta hrátt kjöt. En þú hefur gert það áður. Jújú ... en ég hef aldrei skóflað því í mig með berum höndum. Snilld, kýlum á það. — Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 6, 2021
Miðflokkurinn Matur Múlaþing Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Matvælastofnun varar við neyslu á hráu kjöti Líkurnar á iðrasýkingum margfaldast við neyslu á hráu kjöti og er meiri hætta af hökkuðu kjöti en heilum vöðvum. 27. janúar 2017 17:19 Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi "Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ 24. janúar 2017 15:38 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Matvælastofnun varar við neyslu á hráu kjöti Líkurnar á iðrasýkingum margfaldast við neyslu á hráu kjöti og er meiri hætta af hökkuðu kjöti en heilum vöðvum. 27. janúar 2017 17:19
Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi "Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ 24. janúar 2017 15:38