Innlent

Landhelgisgæslan sótti meðvitundarlausan hlaupara

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú rétt eftir hádegi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú rétt eftir hádegi. vísir/vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Úthlíð nú rétt eftir hádegi vegna hlaupara sem hafði misst meðvitund.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir tilkynningu hafa borist rétt eftir klukkan eitt vegna veikinda í Úthlíð. Um er ræða einstakling sem hafði verið á hlaupum og misst meðvitund.

Ásgeir segir aðeins hafa liðið tuttugu mínútur frá því að útkallið barst og þar til þyrlan var mætt á staðinn.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var það björgunarþyrlan TF-GNA sem var send í útkallið.

Frekari upplýsingar um líðan hlauparans liggja ekki fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×