Dýralæknar gefast upp vegna mikils álags og hætta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2021 13:03 Mikið álag er á dýralæknum landsins hvort sem það er að þjóna smáum dýrum eða stórum dýrum eins og hestum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið álag er á dýralæknum landsins og eru margir við það að gefast upp vegna vanlíðan og streitu. Þá fást ekki dýralæknar til starfa, sem þurfa að vakta stór svæði og keyra langar vegalengdir á milli bæja. Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára. Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira