Hefur áhyggjur af stolnum byssum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2021 20:36 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki áhyggjur af vélbyssusöfnurum. Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. „Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“ Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira
„Á meðan þetta eru safnarar þá held ég að við getum verið róleg, það er held ég númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis í dag. Eins og Stöð 2 og Vísir greindu frá í vikunni eru nú 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og voru 252 slík vopn flutt inn til landsins í fyrra. Þá var sjö byssum stolið í fyrra en flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi. „Við þurfum að hafa virkilegar áhyggjur af því. Og því er eiginlega betra að fólk eigi fleiri byssur því að þá eru komnar strangar reglur um geymslu og öryggiskerfi, byssugeymslur og annað slíkt,“ sagði Vilhjálmur. Þegar menn eiga þrjú skotvopn taka strangari reglur um hvernig þeim ber að geyma þær, það er í læstum byssugeymslum. „Þau vopn sem er verið að stela eða eru óskráð held ég að séu frekar vopn sem eru að erfast á milli eða eru ekki svona geymd á tryggum og öruggum stöðum,“ sagði Vilhjálmur. Alþingismenn eiga ekki að bera ábyrgð á byssueigendum Spurður hvort ekki þurfi hreinlega að herða reglur um geymslu skotvopna, svo þeir sem eigi eina eða tvær byssur verði einnig að geyma þær í byssugeymslum, sagði Vilhjálmur: „Af hverju þurfum við alltaf lög og reglur til að láta fólk bera ábyrgð? Það vita allir að byssa er hættuleg. Þannig ef að þú átt byssu þá áttu bara að geyma hana á öruggan hátt. Þannig mér finnst það bara vera þannig að þetta eigi bara að liggja í augum uppi fyrir fólki. Að ég sem alþingismaður eigi ekki að þurfa að bera ábyrg á því. Heldur er það frekar að eigandinn á byssunni þurfi að átta sig á hversu hættulegt þetta er.“ Þurfum ekki að hafa áhyggjur af söfnurum? „Ég held að við eigum frekar að hafa áhyggjur af þeim sem að kunna ekki að hefta skap sitt.“
Lögreglan Skotveiði Skotvopn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira