Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 10:52 Kristján segir leiðinlegt að hindranir séu í vegi fyrir rafbílavæðingunni sem enginn græði á. Vísir Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. „Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins. Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
„Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins.
Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira