Innlent

Vill rjúfa þing á fimmtudag

Eiður Þór Árnason skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun leggja til við forseta Íslands að þing verði rofið fimmtudaginn 12. ágúst. Alþingiskosningar fara fram 25. september næstkomandi.

Þetta kom fram í máli Katrínar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Reykjanesbæ. Erindi hennar um þingrof og almennar kosningar til Alþingis var meðal þess sem var rætt á sumarfundi ríkisstjórnarinnar í morgun sem fram fór í Salthúsinu í Grindavík. 

Innan við sjö vikur eru nú til kosninga en ekki hefur verið boðað til þeirra með formlegum hætti. Ekki er unnt að hefja atkvæðagreiðslu utan kjörfundar fyrr en búið er að rjúfa þing.

Vön því að halda kosningar í faraldri

Miðað við stöðu faraldursins má gera má ráð fyrir að fjöldi fólks þurfi að greiða atkvæði utan kjörfundar þar sem þúsundir eru nú í sóttkví eða einangrun.

Katrín sagði í samtali við fréttastofu síðasta fimmtudag hún teldi unnt að tryggja sóttvarnir á kjörstað. 

„Ég minni á að hér fóru fram forsetakosningar í fyrra þar sem koma þurfti til móts við verulegan hóp sem kaus í sóttkví. Þannig við erum ekki með öllu reynslulaus í að kjósa þótt heimsfaraldur gangi yfir,“ sagði Katrín.


Tengdar fréttir

Katrín segir ekkert eiga að hindra kosningar

Að óbreyttu var síðasti ríkisráðsfundur ríkisstjórnarinnar á Bessastöðum í dag þar sem farið var yfir lagatillögur sem ráðherrar lögðu fram á liðnu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×