Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar fór fram í Salthúsinu í Grindavík í morgun og var búist við því að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra myndi kynna aðgerðir að honum loknum en aðgerðir innanlands voru þar til umræðu.
Núverandi aðgerðir gilda til þriggja vikna og fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu. Þær gilda til föstudagsins 13. ágúst.
Fundurinn hefst klukkan 16 og verður hann í beinni útsendingu hér á Vísi. Þá verður jafnframt hægt að fylgjast með textalýsingu frá fundinum hér að neðan.
Uppfært: Blaðamannafundinum er lokið en upptöku af honum má nálgast hér innan skamms. Aðgerðir verða að mestu óbreyttar næstu tvær vikurnar en nánari upplýsingar má nálgast hér eða í vaktinni hér fyrir neðan.