Innlent

Öll sýni nei­kvæð á hjúkrunarheimilinu Dyngju eftir að starfs­maður greindist

Eiður Þór Árnason skrifar
Hjúkrunarheimilinu Dyngju var lokað á meðan beðið var niðurstaðna úr skimun starfsfólks og íbúa.
Hjúkrunarheimilinu Dyngju var lokað á meðan beðið var niðurstaðna úr skimun starfsfólks og íbúa. Múlaþing

Enginn starfsmaður eða heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hefur greinst með Covid-19 eftir að starfsmaður greindist fyrir helgi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Allir íbúar og starfsfólk fóru í skimun eftir að starfsmaðurinn greindist og lágu niðurstöður fyrir í dag.

Áfram eru nokkrir íbúar í sóttkví og verða þeir skimaðir aftur á morgun. Séu þau sýni neikvæð munu viðkomandi losna úr sóttkví. Í ljósi niðurstöðunnar í dag falla úr gildi fyrri tilmæli til aðstandenda um að koma ekki í heimsókn á heimilið að ástæðulausu.


Tengdar fréttir

Smit á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum

Allir starfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hafa verið skimaðir eftir að starfsmaður á heimilinu greindist smitaður af Covid-19. Þeir eru taldir hafa verið útsettir fyrir smiti hafa verið settir í sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×