Innlent

Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu á Biskupshálsi

Eiður Þór Árnason skrifar
Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.
Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Vísir/vilhelm

Einn er talinn vera alvarlega slasaður eftir að bíll valt á Biskupshálsi, milli Grímsstaða á Fjöllum og Möðrudals. Fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum sem fór fram af háum bakka og tók nokkrar veltur utan vegar.

Mbl.is greindi fyrst frá slysinu en tilkynning barst um það um klukkan 14 í dag. Árni Páll Jóhannsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir í samtali við Vísi að tveir einstaklingar hafi verið fluttir með sjúkraflugi frá Mývatni á sjúkrahúsið á Akureyri. 

Voru hinir þrír fluttir með sjúkrabíl á spítalann til aðhlynningar. Lögreglan á Egilsstöðum fer með rannsókn slyssins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.