Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2021 12:56 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira
Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira