Bíó og sjónvarp

Edduverðlaunahátíðinni aflýst

Árni Sæberg skrifar
Frá Edduverðlaunahátíðinni 2019 þegar síðast var hægt að halda hefðbundna hátíð.
Frá Edduverðlaunahátíðinni 2019 þegar síðast var hægt að halda hefðbundna hátíð. Vísir/ÍKSA

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hefur tilkynnt að Edduverðlaunahátíðin fari ekki fram með hefðbundnum hætt í ár líkt og stóð til.

„Miðað við ástandið í dag, þá er ekki annað í stöðunni að koma verðlaununum til verðlaunahafa með öðrum hætti og það sem fyrst. Við verðum því að halda okkur við þær vonir að hægt verði að halda hefðbunda verðlaunahátíð með pomp og prakt árið 2022 - sem yrði þá langþráð alvöru uppskeruhátíð bransans,“ segir í tilkynningu stjórnar ÍKSA.

Í stað hefðbundinnar hátíðar verður öllum tilnefndum verkum hampað í klipptum sjónvarpsþætti sem sýndur verður á RÚV seinnipartinn í haust.


Tengdar fréttir

Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar

Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×