Innlent

Hafa aldrei selt jafn mikið áfengi á einum mánuði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tvö met voru slegin í áfengissölu í júlímánuði.
Tvö met voru slegin í áfengissölu í júlímánuði.

Met voru slegin í áfengissölu hjá Vínbúðinni, verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, í júlímánuði og vikunni fyrir verslunarmannahelgina. 

Í júlí seldi Vínbúðin ríflega 3 milljónir lítra af áfengi, sem Kristján M. Ólafsson, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Vínbúðarinnar, segir aldrei hafa gerst áður. Þá seldust 814 þúsund lítrar í vikunni fyrir verslunarmannahelgina, sem er 3,6 prósent aukning frá í fyrra.

„Skýring á meti júlímánaðar er að vikudagar júlí á þessu ári raðast þannig að stærstu söludagar fyrir verslunarmannahelgi og fyrstu helgi júlímánaðar eru allir í júlí,“ segir Kristján í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Afgreiðslur í verslunum Vínbúðarinnar voru 141 þúsund vikuna fyrir verslunarmannahelgi og fjölgaði lítillega frá fyrra ári en þær voru 584 þúsund talsins í júlí, sem jafngildir 1,2 prósent fækkun frá því í júlí í fyrra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.