Boða til Covid-fundar með fulltrúum listafólks og íþróttahreyfingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 23:21 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samsett Stjórnvöld hafa boðað til fundar á morgun með fulltrúum úr listageiranum og íþróttahreyfingunni til að ræða áhrif kórónuveirufaraldursins. Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira