Boða til Covid-fundar með fulltrúum listafólks og íþróttahreyfingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 23:21 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samsett Stjórnvöld hafa boðað til fundar á morgun með fulltrúum úr listageiranum og íþróttahreyfingunni til að ræða áhrif kórónuveirufaraldursins. Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira