Innlent

„Maður getur bara verið alveg eins og maður er”

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ingólfsstræti var málað í regnbogans litum í dag.
Ingólfsstræti var málað í regnbogans litum í dag. Vísir/Einar

Litadýrð, gleði og regnbogar eru sem fyrr einkennandi fyrir Hinsegin daga sem voru formlega settir í miðborg Reykjavíkur í dag, þrátt fyrir að engin gleðiganga verði - annað árið í röð.

„Það er yndislegt að sjá allt þetta fólk koma og sýna stuðning. Við þurfum svo sannarlega að minna á tilverurétt okkar og mannréttindin. Mannréttindi eru fyrir alla og handa öllum og við gerum betra samfélag ef við erum öll jöfn,” segir Agatha P, formaður Hinsegin daga, sem setti hátíðina í hádeginu í sínu fínasta dragi.

Ýmsir viðburðir verða á döfinni næstu daga; hátíðardagskrá í Gamla bíó í kvöld auk fræðsluviðburða, en dagskrána má nálgast á heima síðu Hinsegin daga.

Sjálfboðaliðar tóku þátt í að mála Ingólfsstræti í regnbogalitunum og var Hekla Bjartur Haralds, fjórtán ára, þeirra á meðal, en hán segir að gleðin sé það allra skemmtilegasta við hátíðina.

„Örugglega bara eins og nafnið gefur til kynna, það er bara gleðin og stemningin í loftinu. Það er alltaf skemmtilegast að hanga með hinsegin fólki.” Þá sé það fjölbreytileikinn og að fá að vera maður sjálfur.

„Maður getur bara verið alveg eins og maður er. Ég fattaði að ég væri hinsegin þegar ég var ellefu ára eða eitthvað, það er alveg svolítið langt síðan, en það er geggjað gaman að geta verið með í svona athöfn.”

Fréttastofa leit við á setningarathöfninni í morgun, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.