Innlent

Tveir á slysa­deild eftir bíl­veltu í Hafnar­firði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ekki liggur fyrir hversu alvarlega viðkomandi eru slasaðir.
Ekki liggur fyrir hversu alvarlega viðkomandi eru slasaðir. Vísir/Vilhelm

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu í Hafnarfirði nú síðdegis.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Bílveltan átti sér stað á Reykjanesbraut, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. 

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu alvarleg meiðsli þeirra sem fluttir voru á slysadeild eru. 

Fréttastofu hafa borist ábendingar um að nokkur viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs hafi verið á slysstað og að nokkrar umferðartafir hafi orðið á Reykjanesbrautinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.