Stolt en stressuð Arna Bára gefur út sitt fyrsta lag Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2021 14:39 Samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára segir lagið Vertigo ekta sumarsmell sem fjalli um það að láta ekkert stoppa sig. „Þetta eru blendnar tilfinningar að gefa út sitt fyrsta lag. Ég er mjög stolt en á sama tíma stressuð yfir viðbrögðunum,“ segir athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára í samtali við Vísi. Lagið Vertigo er fyrsta lag Örnu Báru og er lagið gefið út í samvinnu við tónlistarmanninn og plötusnúðinn Stijn Claes. Lagið og tónlistarmyndbandið átti upphaflega að koma út fyrir nokkrum vikum en Arna segist ekki hafa verið nógu ánægð með útkomuna og því stoppað ferlið af til að gera breytingar. „Ég var ekki sátt með „final demo“ og vildi láta laga lagið og fara til baka í þá stefnu sem við lögðum upp með í byrjun.“ Arna Bára segir spennandi tíma framundan og að hún sé rétt að byrja. Hér er hún með plötusnúðinum Stijn Claes sem vann með henni lagið Vertigo. „Ég vil auðvitað að fyrsta lagið sem ég gef út sé fullkomið og vill frekar fresta heldur en að gefa eitthvað út sem ég er ekki 100% ánægð með. Þeir eru samt mjög skilningsríkir með allt og vilja að ég sé sátt.“ Arna Bára er samanlagt með yfir 2 miljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Arna Bára er búsett á Spáni þar sem hún starfar aðallega við efnisframleiðslu fyrir samfélagsmiðla. Síðustu ár hefur hún stækkað mjög hratt á samfélagsmiðlum og er hún í dag með yfir miljón fylgjendur bæði á Instagram og Facebook. Hent út í djúpu laugina Arna segir ferlið við það að gefa út lag hafa komið sér töluvert á óvart og sérstaklega hversu hratt allt gerðist. Aðeins tíu mínútum eftir að ég fékk að hlusta á lagið þá var mér bara hent út í djúpu laugina og látin syngja fyrir framan alla og æfa lag sem ég kunni ekki. En ég tók þessu bara og rúllaði laginu upp. Það var ekki verið að hanga neitt við þetta en það tók um það bil einn og hálfan tíma að taka upp lagið til að ná því fullkomnu. Arna hefur aldrei reynt fyrir sér í tónlist áður en segist þó alltaf hafa vitað að hún gæti sungið. Hún er óhrædd við að reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum og segir hún tónlistarheiminn heilla. „Já, þetta er bara rétt að byrja. Það er búið að bóka mig í gigg í Frakklandi og svo á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Belgíu. Þeir eru strax byrjaðir á næsta lagi og munu koma hingað til Spánar í hverjum mánuði að hitta mig. Þannig að það eru spennandi tímar framundan.“ Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Arna Bára gefur út lag: „Ísland er bara ekki nógu stórt fyrir mig“ Fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Arna Bára Karlsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún gefur út sitt fyrsta lag í vikunni og er nú þegar bókuð á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Frakklandi. 23. júní 2021 10:40 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Lagið Vertigo er fyrsta lag Örnu Báru og er lagið gefið út í samvinnu við tónlistarmanninn og plötusnúðinn Stijn Claes. Lagið og tónlistarmyndbandið átti upphaflega að koma út fyrir nokkrum vikum en Arna segist ekki hafa verið nógu ánægð með útkomuna og því stoppað ferlið af til að gera breytingar. „Ég var ekki sátt með „final demo“ og vildi láta laga lagið og fara til baka í þá stefnu sem við lögðum upp með í byrjun.“ Arna Bára segir spennandi tíma framundan og að hún sé rétt að byrja. Hér er hún með plötusnúðinum Stijn Claes sem vann með henni lagið Vertigo. „Ég vil auðvitað að fyrsta lagið sem ég gef út sé fullkomið og vill frekar fresta heldur en að gefa eitthvað út sem ég er ekki 100% ánægð með. Þeir eru samt mjög skilningsríkir með allt og vilja að ég sé sátt.“ Arna Bára er samanlagt með yfir 2 miljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Arna Bára er búsett á Spáni þar sem hún starfar aðallega við efnisframleiðslu fyrir samfélagsmiðla. Síðustu ár hefur hún stækkað mjög hratt á samfélagsmiðlum og er hún í dag með yfir miljón fylgjendur bæði á Instagram og Facebook. Hent út í djúpu laugina Arna segir ferlið við það að gefa út lag hafa komið sér töluvert á óvart og sérstaklega hversu hratt allt gerðist. Aðeins tíu mínútum eftir að ég fékk að hlusta á lagið þá var mér bara hent út í djúpu laugina og látin syngja fyrir framan alla og æfa lag sem ég kunni ekki. En ég tók þessu bara og rúllaði laginu upp. Það var ekki verið að hanga neitt við þetta en það tók um það bil einn og hálfan tíma að taka upp lagið til að ná því fullkomnu. Arna hefur aldrei reynt fyrir sér í tónlist áður en segist þó alltaf hafa vitað að hún gæti sungið. Hún er óhrædd við að reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum og segir hún tónlistarheiminn heilla. „Já, þetta er bara rétt að byrja. Það er búið að bóka mig í gigg í Frakklandi og svo á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Belgíu. Þeir eru strax byrjaðir á næsta lagi og munu koma hingað til Spánar í hverjum mánuði að hitta mig. Þannig að það eru spennandi tímar framundan.“
Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Arna Bára gefur út lag: „Ísland er bara ekki nógu stórt fyrir mig“ Fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Arna Bára Karlsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún gefur út sitt fyrsta lag í vikunni og er nú þegar bókuð á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Frakklandi. 23. júní 2021 10:40 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Arna Bára gefur út lag: „Ísland er bara ekki nógu stórt fyrir mig“ Fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Arna Bára Karlsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún gefur út sitt fyrsta lag í vikunni og er nú þegar bókuð á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Frakklandi. 23. júní 2021 10:40