Hafa kallað inn fólk úr sumarfríum til að bregðast við fjölgun Covid-tengdra sjúkraflutninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 11:55 Slökkviliðið fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Búist er við að ekkert lát verði á þeim í vikunni eftir því sem fleiri smitast af veirunni. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga á síðasta sólarhring. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir fjölda flutninganna í takt við fjölgun smita en fólk hefur verið kallað inn úr sumarfríum til að bregðast við auknu álagi vegna veirunnar. Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“ Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“
Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira