Innlent

Tals­verðar reyk­skemmdir eftir að kviknaði í ris­í­búð í Hafnar­firði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tilkynning barst lögreglu klukkan 03:18 í nótt. 
Tilkynning barst lögreglu klukkan 03:18 í nótt.  Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til um tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt en sjáanlegur eldur var á efstu hæð húsnæðisins. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Samkvæmt frétt RÚV gekk slökkviliði greiðlega að slökkva eldinn sem hafði ekki borist í fleiri íbúðir í húsinu. Mikið tjón varð vegna reyksins en enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Ekki er ljóst hvernig kviknaði í.

Talsverður fjöldi ökumanna var stöðvaður í nótt grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Sjö voru alls stöðvaðir grunaðir um þetta í gærkvöld og í nótt. Fjórir þeirra óku án gildra ökuréttinda. 

Þá var einn þeirra sem var stöðvaður grunaður um vörslu og/eða sölu fíkniefna og var sá vistaður í fangageymslu lögregu fyrir rannsókn málsins. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.