Innlent

Verslunar­manna­helgi í far­sóttar­húsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnu­spána“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Helgarplön Bertu Sandholt breyttust mjög þegar hún lenti í einangrun.
Helgarplön Bertu Sandholt breyttust mjög þegar hún lenti í einangrun. aðsend

Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 

Það eru eflaust plön fæstra að vera í einangrun í farsóttarhúsi um verslunarmannahelgina.  Berta Sandholt er á fjórða degi í einangrun í farsóttarhúsinu við Barónstíg en hún ætlaði austur á land að skemmta sér með fjölskyldunni um helgina.

„Sem betur fer var ég ekki með miða á þjóðhátíð eða miða á eitthvað. Þetta átti að vera allskonar húllumhæ og skemmtilegt. Auðvitað hefði ég viljað gera það en ég er ekki búin að kaupa tjald og þannig,“ segir Berta og hlær.

Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill

Umsjónarmaður farsóttarhúsanna hvetur þá sem eru í einangrun til að reyna að njóta helgarinnar.

„Það er allt í streymi. Bæði Helgi og brekkusöngur þannig það er um að gera kaupa sér streymi og njóta,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.

„Ætli við stelpurnar tökum ekki bara „Facetime“ og förum yfir stjörnuspána. Við gerum það daglega. Ég mun ekki fylgjast með instagram, ég geri það minna þegar ég kemst ekki út. Horfi bara á ólympíuleikana eða eitthvað.“

Berta er smátt og smátt að fá heilsuna aftur en verst finnst henni að njóta ekki matar.

„Ég finn ekki bragð og ekki lykt sem er hræðilegt því ég er með kex og snakk og eitthvað hérna.“

Engin fjölmenn kvöldvaka í farsóttarhúsum

Gylfi segir að engin kvöldvaka verði í farsóttarhúsum.

„Nei en það er aldrei að vita nema við verðum með símabingó eða símakarókí, það kemur bara í ljós.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×