Segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 18:31 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er kominn aftur til starfa eftir smá frí. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra. Hann hefur áhyggjur af því hve illa gengur að hemja smitin sem nú séu komin út um allt land og finnast í öllum aldurshópum. 88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
88 greindust smitaðir innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. Illa gengur að ná utan um smitin. „Nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar í samfélaginu og um allt land og við höfum ekki séð það áður með þessum hætti í faraldrinum þannig það eitt og séð er hluti af þessum áhyggjum sem við höfum.“ Smit í öllum aldurshópum Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. Sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Að hámarki tvö hundruð mega koma saman, eins metra fjarlægðarregla er í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð. Sóttvarnalæknir lagði til tveggja metra fjarlægðarreglu í sumum tilvikum í minnisblaði sem hann sendi heilbrigðisráðherra en ríkisstjórnin ákvað að fjarlægð yrði bundin við einn metra. Víðir segir að tölfræði sýni mun á hömlun smita þegar fjarlægðartakmörk eru bundin við tvo metra en einn. Meiri vörn í tveimur metrum Nú hefur bæði verið eins metra og tveggja metra regla í gildi hér á landi. Er munur á þessum reglum með tilliti til árangurs og hömlunar smita? „Já tölfræði sem menn voru að taka saman í fyrrsa sumar þegar við vorum með eins metra regluna að þá töldu menn sjá mun á því að smitum hefði fjölgað við það og svo dregið úr þeim við tveggja metra regluna.“ „Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á þessu og það er töluvert meiri vörn í tveimur metrum en einum. Man ekki tölfræðina á milli en þetta hefur verið rannsakað og það er töluvert meiri vörn með þessum auka metra.“ Sárvantar starfsfólk Yfir 130 manns eru í einangrun í farsóttarhúsum Rauða krossins. Staðan þar er mjög þung að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns, en farsóttarhúsin tvö eru orðin full og unnið að því að opna það þriðja í kvöld. Það strandar þó meðal annars á því að það sárvantar starfsfólk. Gylfi segir að smitaðir séu í biðstöðu heima hjá sér á meðan unnið er úr málum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira