Innlent

„Því færri sem hittast í hópi því betra“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þórólfur segir að því færri sem hittist næstu vikurnar, því betra.
Þórólfur segir að því færri sem hittist næstu vikurnar, því betra. vísir/Egill

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að atburðir síðustu daga verði til þess að fólk hugsi sig um áður en það fer á fjöldasamkomur. Hann segir því færri sem hittist næstu vikurnar því betra.

Eins og fram hefur komið mun tvö hundruð manna samkomutakmark taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til miðnættis þann 13. ágúst.

„Það ættu ekki að þurfa alltaf að koma einhver opinber tilmæli eða reglugerðir um atferli fólks, en því miður þá virðist það þurfa stundum,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi.

Hann segist vonast til þess að þessar nýju takmarkanir eigi eftir að koma í veg fyrir frekari smit sem hægt er að rekja til fjöldasamkoma eins og við höfum verið að sjá síðustu daga.

Sumarið er tími útihátíða, brúðkaupa og annarra samkoma. Vísir greindi frá því í morgun að skipuleggjendur fjöldasamkoma hafa brugðist við hertum aðgerðum með ólíkum hætti.

„Þó að hámarkið sé tvö hundruð manns, þá er ekki þar með sagt að það þurfi endilega að vera tvö hundruð manna samkomur. Fólk þarf bara að skoða það að því færri sem hittast í hópi því betra.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×