Afvopnaður á ríkisstjórnarfundinum á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 14:30 Siggi á Vaðbrekku í camo fötum frá toppi til táar við vörðu nokkra. @veidimeistarinn Sigurði Aðalsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Austurlandi og einum þekktasta hreindýraleiðsögumanni landsins, brá heldur betur í brún í gær þegar hann var stöðvaður á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ástæðan var sú að Sigurður var vopnaður. Sigurður greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið beiðni frá Morgunblaðinu um að mynda upphaf ríkisstjórnarfundarins. Til hans var boðað með frekar skömmum fyrirvara en tilefnið var minnisblað sóttvarnalæknis og tillögur hans að aðgerðum innanlands. „Ég brást vel við því og mætti á staðinn, myndaði ráðherrana úti í sólinni fyrir fundinn og svo inni við ríkisstjórnarborðið,“ segir Sigurður. Allt gekk vel fyrir sig þar til öryggisvörður virðist hafa orðið var við aukahlut við belti Sigurðar. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Aðalsteinsson (@veidimeistarinn) „Þá bar nýrra við! Ég var afvopnaður í fyrsta skipti. Öryggisvörður frá lögreglunni leyfði mér fráleitt að fara með hnífinn minn við beltið inn á ríkisstjórnarfundinn. Ég varð að afhenda honum hnífinn sem hann geymdi og afhenti mér með skilum þegar ég kom út aftur, að lokinni myndatökunni!“ Sigurður, betur þekktur sem Siggi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal inn af Jökuldal, er þekktur fyrir veiðimennsku og var venju samkvæmt með veiðihníf á sér. Kappinn er þekktur fyrir að klæðast sjaldan öðru en „camo“ fötum, jafnvel nærfatnaði ef út í það er farið, en fötin eru afar vinsæl við veiðar. Siggi hefur fengist við það áratugum saman, samhliða búskap og veiðum, að vera fréttaritari á Austfjörðum. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar og má telja líklegt að hann sé utan þjónustusvæðis með hníf við beltið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Skotvopn Skotveiði Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Sigurður greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið beiðni frá Morgunblaðinu um að mynda upphaf ríkisstjórnarfundarins. Til hans var boðað með frekar skömmum fyrirvara en tilefnið var minnisblað sóttvarnalæknis og tillögur hans að aðgerðum innanlands. „Ég brást vel við því og mætti á staðinn, myndaði ráðherrana úti í sólinni fyrir fundinn og svo inni við ríkisstjórnarborðið,“ segir Sigurður. Allt gekk vel fyrir sig þar til öryggisvörður virðist hafa orðið var við aukahlut við belti Sigurðar. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Aðalsteinsson (@veidimeistarinn) „Þá bar nýrra við! Ég var afvopnaður í fyrsta skipti. Öryggisvörður frá lögreglunni leyfði mér fráleitt að fara með hnífinn minn við beltið inn á ríkisstjórnarfundinn. Ég varð að afhenda honum hnífinn sem hann geymdi og afhenti mér með skilum þegar ég kom út aftur, að lokinni myndatökunni!“ Sigurður, betur þekktur sem Siggi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal inn af Jökuldal, er þekktur fyrir veiðimennsku og var venju samkvæmt með veiðihníf á sér. Kappinn er þekktur fyrir að klæðast sjaldan öðru en „camo“ fötum, jafnvel nærfatnaði ef út í það er farið, en fötin eru afar vinsæl við veiðar. Siggi hefur fengist við það áratugum saman, samhliða búskap og veiðum, að vera fréttaritari á Austfjörðum. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar og má telja líklegt að hann sé utan þjónustusvæðis með hníf við beltið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Skotvopn Skotveiði Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira