Innlent

Reykja­vík einn besti á­fanga­staður í heimi sam­kvæmt Time

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Reykjavík er einn af hundrað bestu áfangastöðum heims, samkvæmt tímaritinu Time.
Reykjavík er einn af hundrað bestu áfangastöðum heims, samkvæmt tímaritinu Time. Vísir/Vilhelm

Reykjavík er einn af hundrað bestu áfangastöðum heims samkvæmt tímaritinu Time. Fulltrúi tímaritsins segir Reykjavík vera litríka og spennandi borg, fulla af lífi.

Það er Alex Fitzpatrick, einn af ritstjórum tímaritsins, sem gefur Reykavík umsögn. Hann byrjar á því að hrósa borginni fyrir notkun sína á endurnýjanlegri orku.

Þá nefnir hann uppbyggingu hótela í miðborginni og væntanlegt hótel Radisson Red Reykjavik og Reykjavik Edition.

Grænkerastaðurinn Chickpea fær lof í umsögninni og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves.

„Á sama tíma og hin litríka og líflega Reykjavík er frábær áfangastaður, en hún líka fullkomin heimabær,“ segir í umsögninni og nefnir Fitzpatrick að fallegir strandbæir eins og Vík og Seyðisfjörður séu aðeins í dagslangri akstursfjarlægð.

Þetta er í þriðja sinn sem tímaritið tekur saman lista af þessu tagi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland kemst á listann, því árið 2019 voru sjóböðin Geosea Geothermal á Húsavík á listanum.

Hér má sjá listann í heild sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×