Áhrifavaldarnir hafa endurheimt Instagram-reikninga sína Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 15:24 Áhrifavaldarnir Sunneva Einars, Ástrós Trausta, Kristín Péturs og Dóra Júlía hafa endurheimt Instagram-reikninga sína eftir að óprúttinn aðili lokaði þeim fyrr í mánuðinum. Samsett Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Kristín Pétursdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru á meðal þeirra sem hafa endurheimt Instagram-reikninga sína eftir að hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjót. Fyrr í mánuðinum virtist sem tölvuþrjótur hafi farið í herferð gegn áhrifavöldum, en hver Instagram-reikningurinn var tekinn niður á eftir öðrum. Svo virtist sem um væri að ræða hakkara sem kallaði sig kingsanchezx á Instagram. Kingsanchezx birti hótanir á Instagram-reikingi sínum og setti inn myndbönd af því þegar hann tók niður reikninga fórnarlamba sinna sem virtist vera honum leikur einn. Einhverjir áhrifavaldar virtust þó hafa orðið fyrri til og lokað reikningum sínum á eigin forsendum áður en tölvuþrjóturinn náði til þeirra. Nú virðist þó sem Instagram-reikningi Kingsanchezx hafi verið lokað. Vísir greindi frá því í síðustu viku þegar áhrifavaldurinn og viðskiptakonan Birgitta Líf, áhrifavaldurinn Binni Glee og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj endurheimtu reikninga sína. Áhrifavaldurinn, plötusnúðurinn og útvarpskonan Dóra Júlía birti fyrr í dag mynd af sér þar sem hún stillti sér upp á Ísafirði í tilefni endurkomu sinnar á Instagram. „GUESS WHO’S BACK, BACK AGAIN, SHADY’S BACK, TELL A FRIEND. Hæ instagram, missed ya,“ segir hinn vinsæli plötusnúður sem er með yfir 11 þúsund fylgjendur á reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir sagðist í samtali við Vísi hafa litla vitneskju um það kom til að reikningarnir hefðu verið opnaðir á ný. „Við vorum bara búin að reyna gera allt sem við gátum sem var í boði á Instagram og Facebook og svo bara fór það í gegn. Ég veit í rauninni ekkert meira sko, en bara gaman að þetta fór í gegn.“ Fljótt á litið virðist áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Alex Michael Green vera eina fórnarlamb hakkarans sem ekki hefur endurheimt reikning sinn. Í samtali við Vísi segist Alex nánast hafa misst alla von um að fá reikninginn til baka en vonar það besta. Hann fagnar því að aðrir áhrifavaldar skyldu hafa endurheimt sinn reikning, þar sem um er að ræða mikla tekjulind fyrir marga. Hér að neðan má hlusta á Reykjavík síðdegis þar sem Alex var gestur í síðustu viku. Þar sagði hann frá tilraun sinni til þess að vingast við hakkarann í þeim tilgangi að losna úr klóm hans. Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15. júlí 2021 15:22 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Fyrr í mánuðinum virtist sem tölvuþrjótur hafi farið í herferð gegn áhrifavöldum, en hver Instagram-reikningurinn var tekinn niður á eftir öðrum. Svo virtist sem um væri að ræða hakkara sem kallaði sig kingsanchezx á Instagram. Kingsanchezx birti hótanir á Instagram-reikingi sínum og setti inn myndbönd af því þegar hann tók niður reikninga fórnarlamba sinna sem virtist vera honum leikur einn. Einhverjir áhrifavaldar virtust þó hafa orðið fyrri til og lokað reikningum sínum á eigin forsendum áður en tölvuþrjóturinn náði til þeirra. Nú virðist þó sem Instagram-reikningi Kingsanchezx hafi verið lokað. Vísir greindi frá því í síðustu viku þegar áhrifavaldurinn og viðskiptakonan Birgitta Líf, áhrifavaldurinn Binni Glee og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj endurheimtu reikninga sína. Áhrifavaldurinn, plötusnúðurinn og útvarpskonan Dóra Júlía birti fyrr í dag mynd af sér þar sem hún stillti sér upp á Ísafirði í tilefni endurkomu sinnar á Instagram. „GUESS WHO’S BACK, BACK AGAIN, SHADY’S BACK, TELL A FRIEND. Hæ instagram, missed ya,“ segir hinn vinsæli plötusnúður sem er með yfir 11 þúsund fylgjendur á reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir sagðist í samtali við Vísi hafa litla vitneskju um það kom til að reikningarnir hefðu verið opnaðir á ný. „Við vorum bara búin að reyna gera allt sem við gátum sem var í boði á Instagram og Facebook og svo bara fór það í gegn. Ég veit í rauninni ekkert meira sko, en bara gaman að þetta fór í gegn.“ Fljótt á litið virðist áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Alex Michael Green vera eina fórnarlamb hakkarans sem ekki hefur endurheimt reikning sinn. Í samtali við Vísi segist Alex nánast hafa misst alla von um að fá reikninginn til baka en vonar það besta. Hann fagnar því að aðrir áhrifavaldar skyldu hafa endurheimt sinn reikning, þar sem um er að ræða mikla tekjulind fyrir marga. Hér að neðan má hlusta á Reykjavík síðdegis þar sem Alex var gestur í síðustu viku. Þar sagði hann frá tilraun sinni til þess að vingast við hakkarann í þeim tilgangi að losna úr klóm hans.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15. júlí 2021 15:22 Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43 Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Instagramreikningar Birgittu Lífar, Binna Glee og Bassa komnir í loftið Instagram-reikningar Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og eiganda Bankastræti Club, Bassa Maraj og Binna Glee, áhrifavalda, hafa opnað aftur eftir að þeim var lokað af hakkara í vikunni. Þau eru þau einu af þeim fjölmörgu, sem hakkarinn beindi spjótum sínum að, sem hefur endurheimt Instagram-síðuna sína. 15. júlí 2021 15:22
Kynlífstækjaverslun skotspónn Instagramhakkarans Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði. 13. júlí 2021 14:43
Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba „Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi. 12. júlí 2021 20:37