Innlent

Eldur í bifreið

Árni Sæberg skrifar
Rólegra var hjá lögreglunni í gær en undanfarið.
Rólegra var hjá lögreglunni í gær en undanfarið. Vísir/Vilhelm

Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins.

Nokkuð rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt samkvæmt dagbók hennar.

Þó var tilkynnt um eitt innbrot í bíl upp úr miðnætti á svæði lögreglustöðvar eitt.

Þá var einnig tilkynnt um tvö slys í Breiðholti, annars vegar umferðaróhapp og hins vegar reiðhjólaslys. Reiðhjólamaður hafði fallið í jörðina og var fluttur á slysadeild til skoðunar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.