Lífið

Björn Ingi og Kolfinna Von tekin aftur saman

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kolfinna Von og Björn Ingi eru par á nýjan leik.
Kolfinna Von og Björn Ingi eru par á nýjan leik. Vísir/Vilhelm

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir, eru tekin aftur saman.

Þau gengu í hjónaband árið 2015 en skildu að borði og sæng í janúar á síðasta ári. Eiga þau eina dóttur saman.

Kolfinna Von birti í dag mynd af þeim saman í Landmannalaugum.

Björn Ingi hefur staðið í ströngu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst á síðasta ári og flutt landsmönnum fregnir af stöðu mála á Viljanum, auk stöðugrar viðveru á upplýsingafundum Almannavarna.

Þá skrifaði hann einnig bókina Vörn gegn veiru sem kom út á síðasta ári. Í formála bókarinnar þakkaði hann Kolfinnu Von fyrir að hafa staðið að baki sér á ómetanlegan hátt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.