Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 20:00 María Dögg Nelson og Ingibjörg Edda Snorradóttir ásamt kærustum sínum. Aðsendar Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við Covid-19 nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Það má því ætla að fjöldi kvenna sem orðið hafi ófrískar síðustu mánuði sé óvarður gegn veirunni. Tvær óbólusettar konur sem báðar eru langt komnar með sitt fyrsta barn hafa haldið sig til hlés og gripið til ýmissa ráðstafana til að verjast veirunni. „Ég er byrjuð að ganga aftur með grímu og ég og kærastinn minn erum búin að vera að reyna að halda okkur til hlés, slepptum því að fara í þrítugsafmæli sem okkur var boðið í eftir að þessi smit komu upp og hann er með grímu í vinnunni, þótt að hann sé bólusettur,“ segir María Dögg Nelson, leikkona og framkvæmdastjóri. Spennt fyrir „Íslandsbúbblunni“ Þá hafi hún fundið fyrir hræðsu, verandi óvarin. „Auðvitað er maður náttúrulega hræddari því maður veit ekkert hvaða áhrif það hefði, bæði bara að fá háan hita er ekki sniðugt þegar þú ert komin þetta langt á leið og maður veit ekki hvaða áhrif það hefði á barnið,“ segir María. Ástandið núna hafi komið þeim í opna skjöldu. „Ég er alveg mjög hissa og maður var byrjaður að venjast því að lífið væri byrjað að verða gott. Ég er nýflutt heim frá Danmörku og var spennt að komast í „Íslandsbúbbluna“ en nú er maður að verða óöruggari aftur,“ segir Ingibjörg Edda Snorradóttir, tölvunarfræðingur. Hræddar við aðgerðir Aðgerðir á borð við þær sem í gildi voru á Landspítala þegar faraldurinn var í hámarki í fyrra hræði þær einnig. „Ég er mjög kvíðin fyrir því og ég vona innilega að maður geti fengið maka sinn með á fæðingarstað allan tímann,“ segir Ingibjörg. „Ég er aðallega hrædd um að það komi eitthvað upp í tengslum við fæðinguna sjálfa, annað hvort að ég verði komin með Covid þegar að því kemur eða það verði komnar hertari aðgerðir. Þeim mun nær settum degi þeim mun óöruggari verður maður, sérstaklega ef ástandið er eins og það er núna,“ segir María. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við Covid-19 nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Það má því ætla að fjöldi kvenna sem orðið hafi ófrískar síðustu mánuði sé óvarður gegn veirunni. Tvær óbólusettar konur sem báðar eru langt komnar með sitt fyrsta barn hafa haldið sig til hlés og gripið til ýmissa ráðstafana til að verjast veirunni. „Ég er byrjuð að ganga aftur með grímu og ég og kærastinn minn erum búin að vera að reyna að halda okkur til hlés, slepptum því að fara í þrítugsafmæli sem okkur var boðið í eftir að þessi smit komu upp og hann er með grímu í vinnunni, þótt að hann sé bólusettur,“ segir María Dögg Nelson, leikkona og framkvæmdastjóri. Spennt fyrir „Íslandsbúbblunni“ Þá hafi hún fundið fyrir hræðsu, verandi óvarin. „Auðvitað er maður náttúrulega hræddari því maður veit ekkert hvaða áhrif það hefði, bæði bara að fá háan hita er ekki sniðugt þegar þú ert komin þetta langt á leið og maður veit ekki hvaða áhrif það hefði á barnið,“ segir María. Ástandið núna hafi komið þeim í opna skjöldu. „Ég er alveg mjög hissa og maður var byrjaður að venjast því að lífið væri byrjað að verða gott. Ég er nýflutt heim frá Danmörku og var spennt að komast í „Íslandsbúbbluna“ en nú er maður að verða óöruggari aftur,“ segir Ingibjörg Edda Snorradóttir, tölvunarfræðingur. Hræddar við aðgerðir Aðgerðir á borð við þær sem í gildi voru á Landspítala þegar faraldurinn var í hámarki í fyrra hræði þær einnig. „Ég er mjög kvíðin fyrir því og ég vona innilega að maður geti fengið maka sinn með á fæðingarstað allan tímann,“ segir Ingibjörg. „Ég er aðallega hrædd um að það komi eitthvað upp í tengslum við fæðinguna sjálfa, annað hvort að ég verði komin með Covid þegar að því kemur eða það verði komnar hertari aðgerðir. Þeim mun nær settum degi þeim mun óöruggari verður maður, sérstaklega ef ástandið er eins og það er núna,“ segir María.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira