Innlent

Grím­u­skylda og eins metra fjar­lægðar­regla í Lækna­setrinu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Vísir/Sigurjón

Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands.

Læknasetrið er ein stærsta læknastöðin í Reykjavík. Þangað koma sjúklingar með lyflæknisfræðileg vandamál eins og til dæmis hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma og innkirtlasjúkdóma.

Verja viðkvæma hópa

„Þegar við sáum smittölur gærdagsins þá ákváðum við að grípa til þessara ráðstafana. Smittölur dagsins staðfestu það að við þurfum nú að verja viðkvæma hópa,“ segir Þórarinn Guðnason, einn stjórnenda Læknasetursins í samtali við fréttastofu.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur einnig gripið til aðgerða. Í gær tilkynntu þeir um grímuskyldu á læknavakt og slysa- og bráðamóttöku vegna fjölgunar smita.

Kári vill aðgerðir og það strax

Engar aðgerðir eru í gildi innanlands en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir íhugar nú hvort þörf sé á innanlandsaðgerðum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum í gær að grípa þurfi strax til aðgerða innanlands.

Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins.


Tengdar fréttir

Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London

Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London.

Öll sýni neikvæð á Grund

Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×