Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá nýjum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins á landamærum. 

Hafðar voru uppi ákveðnar efasemdir innan ríkisstjórnarinnar um þörfina á aðgerðunum um tillögu sóttvarnalæknis um að skylda Íslendinga í skimun við komu til landsins. Við heyrum í dómsmálaráðherra í fréttatímanum.

Í fréttatímanum verður rætt við Sýrlensk hjón sem segja að ekkert bíði sín annað en örbirgð og vonleysi á götum Grikklands, eftir að Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli. Hjónin óttast um framtíð ungrar dóttur sinnar og ófædds barns.

Formaður Landssambands smábátaeigenda segir brottkast virðast stærra vandamál í sjávarútvegi en margir hafa hingað til haldið fram. Þótt drónar Fiskistofu hafi náð að fanga vandann þurfi að bæta aðferðir stofnunarinnar.

Við verðum í beinni útsendingu frá Kópaskeri þar sem Kristján Már Unnarsson fréttamaður segir okkur frá mikilli uppbyggingu sviði fiskeldis.

Þá segjum við frá metnaðarfullri leikmynd í Víðinesi á Kjalarnesi, þar sem við fyrstu sýn virðist sem svo að rekin sé lögreglustöð og sjúkrahús. Hið rétta er þó að á svæðinu er verið að leggja lokahönd á tökur á einu stærsta kvikmyndaverkefni ársins hér á landi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.